Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 32

Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 32
32 GLOÐAFEYKIR þykir heimskulegt, og það sem verra er, hlægilegt, að tala um hug- sjónir, og fáir treysta sér til að láta bendla sig vdð slíkan barnaskap. En samvinnuhreyfingin er frábærlega vel uppbyggð, bæði sem verzlun- samtök og til þess að þroska samfélagskennd milli ntanna, koma á margskonar umbótum, efnalegum og menningarlegum, auka sam- hjálp og samábyrgð. Ég efast um að menn geri sér almennt grein fyrir því, hve miklu hún hefur til vegar komið hér á landi þjóðinni til heilla, bæði í smáu og stóru. Mun ég nefna fátt eitt. Sjóðir eru stofnaðir við öll kaupfélög, sem styrkja margskonar menningarviðleitni, hvert á sínu svæði, og verka þannig hvetjandi á félagssamtök, sem eru að reyna að láta gott af sér leiða í bæjum og sveitum. en hafa oft litið fé til ráðstöfunar. Tímaritið „Samvinnan" hefur um áratugi flutt vekjandi og fræð- andi greinar út um allt land urn hið fjölbreytilegasta efni, auk frétta frá kaupfélögunum og S.I.S. Samvinnuskólinn, sem var stofnaður og er rekinn af S.Í.S., hefur menntað fjölda manna, og hafa margir úr þeim hópi reynzt duglegir og framfarasinnaðir, og sumir þeirra látið mikið til sín taka, ekki sízt sem félagsfrömuðir og sem ágætir starfsmenn hjá S.f.S. og kaupfélögunum. Það er sannfæring mín, að heilbrigðustu viðskiptahættirnir séu hjá samvinnufélögunum. Þar getur enginn einn sópað ágóðanum til sín. Eg hygg að vöruverð yrði almennt hærra, ef einkaverzlanir og heild- salar þyrftu ekki að keppa við kaupfélögin og S.Í.S. Til þess bendir m.a. könnun, sem nemendur Samvinnuskólans gerðu nýlega á verð- lagi allmargra vörutegunda í verzlunum á Suðurlandi. Sýndi það sig að í sambandsverzlunum var verðið hvarvetna lægra en í einkaverzl- unum. Hvernig mundi það verða ef kaupmenn væru einir um hituna? Eg hef ævinlega litið svo á, að kaupfélög úti um land væru fjöregg okkar, sem lífsframfæri höfum af búskap. Og ntér finnst þau vera eign okkar í ríkara mæli en annarra félagsmanna. Það eru fyrst og fremst bændur, sem hafa byggt þau upp með dýrum og fullkomnum slátur- húsum, mjólkursamlögum, með vélum til þess að framleiða mjólkur- afurðir, frystihúsum og fleiru, sem okkur er ómissandi til þess að geta komið afurðum búanna í verð. Það eru að miklum hluta við, sem leggjum fé í þá sjóði, sem kaupfélögin hafa til ráðstöfunar. f kaupfé- laginu skuldum við, þegar erfiðlega gengur, án þess að vera uppá náð og miskunn eins manns komin. Við gerum kröfu til þess að rekstrarvörur til landbúnaðar fáist eftir þörfum í kaupfélaginu okkar. En við eigum líka að láta okkur annt um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.