Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 41
GLOÐAFEYKIR
41
hrossamarkaðir miðaðir við ferð hans. Síðan voru hross og sauðfé rekið
til Sauðárkróks og skipað út þaðan.
Stofnun vörupöntunarfélagsins.
Sumarið 1884 komst fast skipulag á þessi samtök. Hinn 15. ágúst
héldu nokkrir menn fund á Sauðárkróki, þar sem samþykkt var, að
þeir, sem pöntuðu vörur með Coghill, kæmu sér upp húsi á staðnum til
geymslu varanna. Var ákveðið að kaupa hús, 12x9 álnir að stærð, og
tók Pétur Kristófersson að sér útvegun þess frá Skotlandi. Pétur bjó á
Stóruborg í Vestur-Húnavatnssýslu, en fylgdi Coghill oftast á ferðum
hans um Norðurland sem túlkur. Hann var og fenginn til að panta
vörur fyrir báðar sýslur ,, eptirleiðis, eptir nákvæmari skýrslum frá
þessum sýslum.“
Um haustið birtist þessi frétt úr Húnavatnssýslu í ísafold:
Með tíðindum má nefna verzlunarfyrirtæki Húnvetninga og Skagfirðinga, sem
i sumar hafa fengið töluverðar vörur hjá hra Slimon i Leith, og sem þeir eiga að
borga i haust með sauðum og peningum. Við köllum þetta töluverð tiðindi, af
þvi að það má heita hinn fyrsti verzlunarvisir hjer, sem virðist benda á betri
framtíð í þeirri grein, benda til, ef lán og skynsemi er með, að sá timi sje eigi
fjarri, að hin norðlenzka verzlun taki verulegum umbótum.
... I áformi er að byggja einfalt hús á Sauðárkrók til að hafa vörurnar i
meðan þær eru afhentar.
Verð hússins var áætlað 1500 krónur, sem skipt var niður í 25 kr.
hluti, og skyldi féð greitt á næsta ári, þegar húsið kæmi. Arður af hlut
var ákveðinn 5%. Á fundinum söfnuðust þegar 775 kr., eða helmingur
áætlaðs verðs.
Hlutum safnað.
Kosin var forstöðunefnd, og skipuðu hana Árni Þorkelsson á
Geitaskarði, Gunnar Ólafsson í Keldudal og Vigfús Guðmundsson á
Sauðárkróki. Varamenn voru kosnir Magnús Jónsson á Fjalli og Sig-
urður Sigurðsson á Skeggsstöðum i Svartárdal. Loks voru þessir menn
kosnir til að gangast fyrir hlutaloforðum í hreppunum.
I Hofshreppi:
I Hólahreppi:
I Viðvikurhreppi:
f Akrahreppi:
f Lýtingsstaðahreppi:
f Seyluhreppi:
Þorgils Þórðarson, Kambi.
Jón Sigurðsson, Skúfsstöðum.
Pétur Guðmundsson, Læk.
sr. Jakob Benediktsson, Miklabæ.
Jóhann P. Pétursson, Brúnastöðum.
Magnús Jónsson, Fjalli.