Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 3

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 3
GLÓÐAFEYKIR Félagstíðindi Kaupfélags Skagfirðinga 19. HEFTI • APRÍL 1979 Ritstjón og ábyrgðarmaður: Gísli Magnússort í Eyhildarholti. Ljósmyndun Stefán Pedersen. Kaupfélag Skagfirðinga 90 ára Kveðja frá stjórnarformanni Sambands ísl. samvinnufélaga. Senn getum við samvinnumenn fagnað aldarafmæli þess, er frjóangi sá skaut rótum hér á landi, sem svo ríkulegan ávöxt hefur borið og við í dag þekkjum sem hina íslenzku samvinnuhreyfingu. Árið 1882 riðu frumkvöðlarnir í Þingeyjarsýslu á vaðið með stofnun hins fyrsta íslenzka kaupfé- lags og byggðu þá á grunni hugsjóna og reynslu, sem Islendingar höfðu aflað sér með rekstri verzlunarfélaga, er starfað höfðu um nokkurt árabil hér á landi, einkum á Norðurlandi. íslendingar höfðu um þessar mundir rumskað af aldalöng- um dvala erlendrar áþjánar og harðinda og tóku að krefjast réttar síns í anda upp- lýsingarstefnunnar og rómantísku stefn- unnar. Ahugi vaknaði fyrir endurheimt sjálfstæðis og þjóðtungu og fyrir því að þjóðin almennt rétti úr kútnum og bætti kjör sín og hag á öllum sviðum. Eðlilegur þáttur hinnar þjóðlegu endurreisnar var að taka verzlunarmálin sem mest í eigin hendur, en þjóðin hafði langa hríð búið við hin verstu verzlunarkjör. Stofnun samvinnufélaganna kom því sem eðlileg af- leiðing þeirrar miklu frelsis- og framfarasóknar, sem hófst með þjóð- inni á 19. öld og alla tíð síðan hefur framþróun og efling samvinnu- hreyfingarinnar haldist í hendur við allsherjar framfarasókn þjóðar- Valur A mþórsson.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.