Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 9
GLOÐAFEYKIR
9
— Samvinnuhreyfingin, og þá á ég við kaupfélögin og Sambandið,
eiga að mínum dómi fyrst og fremst að láta til sín taka þau verkefni
sem lúta að viðskiptum, vinnslu afurða og hverskonar þjónustu við
félagsmenn og almenning. Þessi verkefni verða sífellt fjölþættari vegna
þess að nútímalífi fylgja önnur og meiri umsvif á ýmsan hátt en áður
tíðkuðust og því verða kaupfélögin og Sambandið að færa út sín
verksvið í þágu almennings ef þau vilja vera upphaflegum tilgangi
sínum trú — og það hefur samvinnuhreyfingin leitast við að vera.
Þessvegna hafa nýjar starfsgreinar komið til og munu koma til í þeim
mæli, sem félagsmenn vilja.
Andstæðingar samvinnuhreyfingarinnar tala um óeðlilega út-
þenslu og annað þessháttar og vilja ekki skilja, að með fjölbreyttara
mannlífi verður að koma fjölbreyttari og fjölþættari starfsemi sam-
vinnuhreyfingarinnar. Gott dæmi um nýja grein og þessa eðlilegu
þróun er ferðaþjónusta samvinnumanna, sem góðu heilli er í samstarfi
við verkalýðshreyfinguna og vonandi vísir að margskonar samstarfi
þessara tveggja þýðingarmestu samtaka almennings í landinu, sam-
vinnuhrevfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar.
— A síðari árum hefur það færst í vöxt að iðnaðarmenn hafi
stofnað framleiðslusamvinnufélög. Hvað segir þú um þá þróun?
— Mér finnst hún ákaflega ánægjuleg og ég gleðst yfir því, að
framleiðslusamvinna í iðnaði er nú að komast í framkvæmd í tals-
verðum mæli. Kveður mest að þessu í rafiðnaði en menn eru einnig
komnir af stað í öðrum greinum.
Samvinnuútgerð hefur ekki þróast svo að orð sé á gerandi, en mér
finnst æskilegt að menn notfæri sér úrræði samvinnunnar við útgerð
fiskiskipa. Samvinna um framleiðslu er leiðin að sannvirði vinnunnar
og yrði hún verulegur þáttur í iðnaði og framleiðslulífi landsmanna
mundi reynsla hennar og útkoma hjálpa til að tryggja sanngjarna
lausn kjaramála — að sínu leyti eins og verslunarrekstur kaupfélag-
anna og þjónusta þeirra og annarra samvinnufélaga við vinnslu og
sölu afurða hefur stuðlað mjög að bættum verslunarkjörum, lægri
álagningu en ella mundi og einnig að lægri milliliðakostnaði. Hvergi í
sambærilegum löndum mun lægri verslunarálagning en á íslandi,
aðallega vægna áhrifa samvinnufélaganna og hvergi fá framleiðendur
hlutfallslega jafn mikið af afurðaverði heim eins og hér á landi í þeim
greinum, sem samvinnufélögin annast. Þótt mikið sé talað um háan
kostnað við vinnslu afurða þá er þetta nú svona.
— Nú eru þeir til, sem telja, að flest félagsleg viðfangsefni megi ekki
aðeins leysa eftir leiðum samvinnunnar heldur og að þau verði ekki á