Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 67

Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 67
GLÓÐAFEYKIR 67 Árið 1919 settist hann í II bekk Verzlunarskóla ísl. og stundaði nám í tveim efri bekkjum skólans, en varð þó að hverfa frá námi síðari veturinn sakir veikinda, og gat því eigi lokið prófi. Var á Vífilsstaða- hæli 1923-1926, fékk þar að vísu góðan bata, en heimti þó aldrei fulla hreysti. ,.Kristján starfaði á unglingsárum við verzlun C. Höephners á Sauðárkróki frá 1915-1918, árið 1922-1923 stundaði hann verzlunarstörf hjá Kristjáni Gíslasyni og eftir hælisvist á Vífilsstöðum vann hann um skeið við verzlun Sigurgeirs Daníelssonar á Sauð- árkróki. Arið 1934 réðst hann til Kaupfélags Skagfirðinga og vann því fyrirtæki upp frá því meðan stætt var heilsu vegna. Framan af var hann bókari, en síðan í 26 ár yfirmaður við verðlagningu“. (Kristm. Bjarnas.). Hann var ágætur starfsmaður, samvizkusamur og vandvirkur, svo að á betra varð naumast kosið. „Hjá honum fór saman í óvenju ríkum mæli hollusta og hæfni“. (Sveinn Guðm.). Kristján C. Magnússon var mikill félagshyggjumaður, enda fékk hann ekki vikizt undan að gegna margvíslegum trúnaðarstörfum og félagsmála. Hann gegndi ýmsum störfum í umboði hreppsnefndar, sat í vatnsveitunefnd, veganefnd, skólanefnd, var í stjórn Sjúkrasaml. Sauðárkr., í stjórn Rauðakrossdeildar Sauðárkr. svo og Hjartaverndar í Skagaf. \’ann um skeið að bindindismálum og var um hríð form. Ungmennasamb. Skagafj. Áratug sat hann í stjórn Leikfélags Sauð- árkr. og félaginu löngum haukur í horni. Hann beitti sér fyrir stofnun Sauðárkróks-bíós h/f, sat áratugi í stjórn þess og lengi sýningarstjóri. Hann sótti námskeið í útvarpsvirkjun og fékkst um stund við upp- setningu og viðgerð útvarpstækja. Kristján sat í stjórn Sögufélags Skagfirðinga og útgáfunefnd þess um langt skeið, í stjórn Bóka- og héraðsskjalasafns Skagfirðinga og formaður safnstjórnar frá og með 1960 til æviloka. Á formennskuárum hans var reist hið mikla og glæsilega Safnahús á Sauðárkróki, er hýsir Bóka- og Héraðsskjalasafn Skagfirðinga svo og vísi að listasafni, og átti hann ríkan hlut að þeirri veglegu framkvæmd. Ungur að árum hóf Kristján ljósmyndagerð, varð mjög leikinn í þeirri list og kom sér upp geysimiklu og verðmætu myndasafni, bæði mannamynda svo og menningarsögulegs eðlis. Þá átti hann einnig stórt og verðmætt hljómplötusafn, 320 úrvalsplötur. Bæði þessi söfn svo og stórt og gott

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.