Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 28

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 28
28 GLÓÐAFEYKIR I gegnum félagsstarfið hefur skapazt samhjálp, sem hefur verið mikilvægur þáttur í uppbvggingu um sveitir landsins og víðar. Þá er það eitt stærsta öryggisatriðið í gildi kaupfélaganna, að starfsstöðvar þeirra eru bundnar byggðarlögunum um alla framtíð. I fáum orðum má segja að hér eigi við orð Hjálmars frá Bólu: „Miklu fá orkað í mannvinahöndum samlynd tryggðatök“. Það hefur verið gæfa samvinnufélaganna, að til forystu hafa viða ráðizt hinir mikilhæfustu menn. Nú er mikið talað um byggðastefnu. Ég geri ráð fyrir að við stæðum nær því að hafa myndað borgríki í landinu ef ekki hefði notið hins mikla uppbyggingar- og þjónustustarfs á vegum samvinnufélaganna, og um margt væri þá erfiðara um vik að snúa vörn í sókn. Ég trúi því að félagsstarfið eigi miklu hlutverki að gegna í framtíð- inni, eigi enn eftir að vinna þá sigra, þar sem „sigurinn aldrei er sársauki neins, en sanngirni er boðorðið æðst“. (St. G. St.). Ég hef því lagt mitt litla lóð í vogarskálina með því að vera með í félagsstarfinu. Halldór Benediktsson, Fjalli, fv. deildarstjóri Seyludeildar: Ég er samvinnumaður vegna þess, að ungur að árum myndaði ég mér þá skoðun, að flestöll mannleg vandamál mætti leysa með samvinnu, — ef til vill öll, — ef ávallt væri unnið af fullkomnum heilmdum og óbifanlegri trú á mátt samtaka. Ég man að ég hlustaði hugfanginn á ræðu Sigurðar frá Arnarvatni um sam- vinnumál á búnaðarnámskeiði á Sauðár- króki 1929. Eftir rúmlega hálfa öld sem félagsmað- ur í K.S., — þar af 40 ár sem deildarstjóri Seyludeildar, — hef ég ekki skipt um skoðun, þótt ég hafi of oft orðið var við Halldór Benediktsson. skort á heilindum og vöntun á almennum

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.