Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 47
GLÓÐAFEYKIR
47
hendi lengi síðan, einnig fyrir Kaupfélag Skagfirðinga eftir stofnun
þess. Vigfús hafði verið ráðinn gegn því að fá 20 aura fyrir hvert stykki,
er kæmi á land. Þetta þótti nokkuð dýrt, og var Jón ráðinn gegn
ákveðinni þóknun, 45 kr., en laun verkamanna, leiga á bát og bryggju
var greidd af félaginu. Varð kostnaðurinn ekki nema 337.33 kr. í stað
800 kr. árið áður. Kostnaður á stykki var aðeins 9'/6 eyrir.
Stjórn félagsins var endurkosin að öðru leyti en því, að Sveinn
Sölvason í Skarði kom í staðinn fyrir Vigfús og Jón Jónsson á Haf-
steinsstöðum í stað Magnúsar á Fjalli.
Þriðja ár.
Árið 1887 var svipað hinu fyrra. Hafís teppti siglingar fyrir Norð-
urlandi lengi sumars. Camoens komst loks 19. ágúst inn á Sauðárkrók.
Þremur dögum seinna hefur vörunum verið skipað á land og inn í hús.
Erlendur samdi þá að nýju við Finn um afhendingu þeirra og varð-
veizlu hússins og áhalda félagsins til 1. júlí næsta ár.
Aðalfundurinn var haldinn 5. september. Vantaði fulltrúa úr sex
hreppum, sem þá töldust í félaginu, þó að Rípurhreppur hefði enga
pöntun gert þetta ár. Þar voru lagðir fram reikningar deildanna og
kostnaði jafnað niður. Verzlun var svipuð og árið áður. I lok fundarins
bar forseti upp þá spurningu, „hvort menn vildu halda áfram pönt-
uninni í líkri stefnu eins og undanfarin ár, en fulltrúar deildanna lýstu
yfir því, að þeim þætti við eiga, að halda fund með sveitungum sínum
áður en nokkuð væri afráðið um það.“ Óánægja með verzlunina við
Coghill var nú orðin slík, að menn treystust ekki til að láta uppi, hvort
þeir vildu halda félagsskapnum áfram, nema ráðgast um það heima í
deildunum. Önnur ástæða var, að á fundinum var lesið upp bréf frá
Jóni Vídalín, sem orðinn var umboðsmaður fyrir Louis Zöllner í
Newcastle. Þar bauð hann að senda félaginu vörur snemma vors, í
apríl eða jafnvel marz, móti borgun í hrossum um sumarið. Þetta var
freistandi tilboð; það munaði talsverðu á því og að fá vörur ekki fyrr en
í ágúst. Zöllner var þá orðinn umboðsmaður fjögurra kaupfélaga, og
gengu viðskiptin vel. Var afráðið, að fulltrúar tilkynntu sveitungum
sínum þetta boð.
Varðandi áframhald á pöntun lofuðu fulltrúarnir að láta stjórnina
vita fyrir lok nóvember, hvort þeir ætluðu að vera með eða ekki.
Stjórnina skipuðu nú þeir Erlendur Pálmason, Ólafur Briem og Pétur
á Gunnsteinsstöðum, en varamenn voru séra Einar Jónsson á Mikla-
bæ, síðast prestur á Hofi í Vopnafirði, og Jón á Hafsteinsstöðum.
Þetta er síðasta reikningsár félagsins. Þrátt fyrir tilraunir stjórnar-