Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 44
44
GLÓÐAFEYKIR
þeim, þannig að hann flytji vörurnar hingað á sumrin, og láni upp á fé, er hann
kaupi að haustinu á mörkuðum i Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum, er
framkvæmdarstjórinn ákveður og auglýsir hlutaðeigendum. Skal hann í þeim
framkvæmdum sérstaklega hafa fvrir augum, að félagsmenn fái vörurnar með
sem minnstum kostnaði, og sjá um, að kaupmaðurinn sendi vörurnar með
sérstöku merki hverrar deildar og sérstökum reikningum yfir vörur þær, er hver
deild á. Framkvæmdarstjórinn skal og taka á móti pöntunarskýrslum frá
fulltrúum deildanna (sbr. 2.gr.), og senda þær í tækan tíma kaupmanninum,
sem hann hefur samið við.
5. gr. Framkvæmdarstjóri skal og semja svo um, að vörurnar séu ætíð fluttar til
Sauðárkróks á tímabilinu frá 15. júní til 4. júlí.
6. gr. Félagið skal eiga hús á Sauðárkrók til þess að gevma vörurnar í, þangað til
viðtakendur vitja þeirra. Húsinu skulu fylgja hæfileg áhöld til afhendingar á
vörunum.
7. gr. Til þess að koma upp húsinu, skulu félagsmenn leggja til fé, sem skiptist í hluti.
Hver hlutur skal vera 25 krónur að upphæð.
8. gr. Hver deild, sem gengur í félagið, skal borga til hússins að minnsta kosti 8 hluti
(200 kr.). Annars getur sú deild eigi notið félagsréttinda.
9. gr. Fulltrúar skuiu safna hlutaloforðum og innheimta hluti hver i sinni deild, og
senda þá svo til félagsstjórnarinnar fvrir þann tíma, er hún ákveður.
10. gr. Félagsstjórnin gefur út hlutabréfin og afhendir þau eigendunum, er þeir hafa
borgað hlutina til hennar. Skrá vfir hluthafendur skal rituð í gjörðabók
félagsins.
11. gr. Félagsstjórnin sér að öllu leyti um að koma húsinu upp, og útvega tilheyrandi
áhöld fyrir það fé, sem safnast hefur, ef það er nægilegt.
12. gr. Félagsstjórnin annast uppskipun á vörunum, og ef viðtakendurnir taka eigi þá
þegar móti vörunum, skal hún útvega mann, sem sér um geymslu og afhend-
ingu á þeim, er þeirra verður vitjað. Kostnaður sá, er gengur til launa afhend-
ingarmanni fyrstu 10 dagana eftir að vöruskipið er komið á Sauðárkrók, leggst
á pöntunarfélagið í heild sinni, en eftir þann tíma leggst kostnaðurinn við
afhendingu varann'a á eigendur þeirra.
13. gr. Hluthafendur skulu fá 5% í rentu um árið af hlutaupphæð sinni. Þessum
rentum og öðrum gjöldum félagsins, svo sem fé til viðhalds húsinu og áhöldum
þess, kostnaði við uppskipun og afhending á vörunum og hæfileg þóknun til
félagsstjórnarinnar fyrir fyrirhöfn hennar eftir sanngjörnum reikningi, er al-
mennur fulltrúafundur síðan samþvkki, skal félagsstjórnin jafna niður á þá,
sem panta vörurnar, uppskipunarkostnaðinum eftir þunga, en öðrum kostnaði
eftir hundraðsgjaldi af vöruverðinu, eftir því sem almennur fulltrúafundur
ákveður. Allur þessi kostnaður skal borgast til kaupmannsins, sem selur vör-
una, um leið og vörurnar eru borgaðar að haustinu, en hann skal aftur borga
þessa upphæð til félagsstjórnarinnar. En þá skal félagsstjórnin nægan tima á
undan hafa auglýst fulltrúum reikning yfir allan þennan kostnað, og hve mikil
upphæð komi af honum á hverja deild.
14. gr. Ar hvert skal félagsstjórinn halda almennan fulltrúafund á Sauðárkrók. Þar
má ræða um öll mál, sem eru þarfleg fyrir félagið. Auk þess má hún kveðja til
aukafunda, er henni þvkir nauðsyn bera til. Á fundum skal ráða afl atkvæða.
Félagsstjórnin skal halda gjörðabók og gjaldabók á kostnað félagsins.