Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 20
20
GLOÐAFEYKIR
Gísli Magnússon, Eyhildarholti.
rit, og mikið spurt um það, hvaðanæfa að af landinu. Gísli er sérstakur
málvöndunarmaður, og svo snjall að fara með penna, að einstakt er.
Þegar óvægilega hefur verið að kaupfélaginu vegið, þá hefur það
yfirleitt verið Gísli sem gengið hefur fram fyrir skjöldu og svarað
slíkum árásum af einbeitni og rökfestu, og slíkri snilld, að eftir hefur
verið tekið.
Má því með sanni segja, að hann hafi verið félaginu „Sverð þess og
skjöldur“ nú um langa hríð.
Enn sér Gísli um ritstjórn Glóðafeykis, og væntum við þess að fá
notið kunnáttu hans og starfskrafta sem lengst í þágu
samvinnuhreyfingarinnar.
Eg vil að lokum færa Gísla sérstakar þakkir fyrir vinsemd, ánægju-
legt samstarf og góð kynni frá því að ég kom fyrst til starfa fyrir
Kaupfélag Skagfirðinga.
H. R. T.