Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 63

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 63
GLÓÐAFEYKIR 63 meðallagi há, íturvaxin, dökkhærð, fölleit ásýndum, augun blá og glettnisleg. Hún var vel greind og las mikið, einkum á efri árum. Hún var félagslynd, glaðsinna og hafði til að bera einstakt skopskyn, enda búin miklum leikrænum hæfileikum. Geðrík var hún nokkuð og blóðheit, en fljót til sátta, viðkvæm í lund, drenglynd og hjartahlý. Baldvin Jónsson, Hóli á Skaga, drukknaði við umvitjun á grásleppu- netum á Skagafirði, skammt inn af Selvík, þ. 8. maí 1973, aðeins 28 ára gamall. Hann var fæddur á Akri á Skaga 27. ágúst 1945, sonur Jóns bónda á Hóli í sömu sveit Jakobssonar, bónda í Kleifargerði í sömu sveit, Björnssonar, og konu hans Kristínar Baldvinsdóttur. Baldvin ólst upp hjá foreldrum sínum og var með þeim til æviloka, vann að búi þeirra og var þeim á allan hátt stoð og stytta. Hann var dugnaðarmaður og mesta snyrtimenni um alla búsýslu, var og síðustu árin kominn með vænan bústofn. Hann átti sæti í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps, er hann féll frá. Baldvin var meðalmaður á vöxt, frekar fríður sýnum. Hann var hlýr í viðmóti og drengur góður. Er ekki aðeins öldruðum foreldrum og öðrum vandamönnum mikill missir sem og fámennu sveitarfélagi að svo ungum og efnilegum manni. Hann dó ókvæntur og barnlaus. (Að mestu eftir Gunnst. Steinss.) Gunnar Guðvarðarson, bóndi á Skefilsstöðum á Skaga, drukknaði um leið og Baldvin Jónsson, hinn 8. maí 1973, sjá hér að framan. Hann var fæddur á Sauðárkróki 29. apríl 1934, sonur Guðvarðar Steinssonar bílstjóra þar og síðast bónda á Kleif á Skaga og konu hans Bentínar Þorkelsdóttur. (Sjá þátt um Guðvarð í Glóðaf. 1973, 14. h. bls. 57). Gunnar ólst upp með foreldrum sínum og fluttist með þeim suður á land. Þar stundaði hann um skeið sjómennsku, einkum á togurum. Þegar foreldrar hans fluttu að Kleif árið 1954, fór hann þangað með þeim. Arið 1955 gekk hann að eiga Margréti Viggósdóttur bónda á Skefilsstöðum, Sigurjónssonar, og konu hans Sigríðar Sigtryggsdóttur bónda á Hóli á Skaga, en kona Sigtrvggs og móðir Sigríðar var Ingi- Baldvin Jónsson.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.