Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 63

Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 63
GLÓÐAFEYKIR 63 meðallagi há, íturvaxin, dökkhærð, fölleit ásýndum, augun blá og glettnisleg. Hún var vel greind og las mikið, einkum á efri árum. Hún var félagslynd, glaðsinna og hafði til að bera einstakt skopskyn, enda búin miklum leikrænum hæfileikum. Geðrík var hún nokkuð og blóðheit, en fljót til sátta, viðkvæm í lund, drenglynd og hjartahlý. Baldvin Jónsson, Hóli á Skaga, drukknaði við umvitjun á grásleppu- netum á Skagafirði, skammt inn af Selvík, þ. 8. maí 1973, aðeins 28 ára gamall. Hann var fæddur á Akri á Skaga 27. ágúst 1945, sonur Jóns bónda á Hóli í sömu sveit Jakobssonar, bónda í Kleifargerði í sömu sveit, Björnssonar, og konu hans Kristínar Baldvinsdóttur. Baldvin ólst upp hjá foreldrum sínum og var með þeim til æviloka, vann að búi þeirra og var þeim á allan hátt stoð og stytta. Hann var dugnaðarmaður og mesta snyrtimenni um alla búsýslu, var og síðustu árin kominn með vænan bústofn. Hann átti sæti í hreppsnefnd Skefilsstaðahrepps, er hann féll frá. Baldvin var meðalmaður á vöxt, frekar fríður sýnum. Hann var hlýr í viðmóti og drengur góður. Er ekki aðeins öldruðum foreldrum og öðrum vandamönnum mikill missir sem og fámennu sveitarfélagi að svo ungum og efnilegum manni. Hann dó ókvæntur og barnlaus. (Að mestu eftir Gunnst. Steinss.) Gunnar Guðvarðarson, bóndi á Skefilsstöðum á Skaga, drukknaði um leið og Baldvin Jónsson, hinn 8. maí 1973, sjá hér að framan. Hann var fæddur á Sauðárkróki 29. apríl 1934, sonur Guðvarðar Steinssonar bílstjóra þar og síðast bónda á Kleif á Skaga og konu hans Bentínar Þorkelsdóttur. (Sjá þátt um Guðvarð í Glóðaf. 1973, 14. h. bls. 57). Gunnar ólst upp með foreldrum sínum og fluttist með þeim suður á land. Þar stundaði hann um skeið sjómennsku, einkum á togurum. Þegar foreldrar hans fluttu að Kleif árið 1954, fór hann þangað með þeim. Arið 1955 gekk hann að eiga Margréti Viggósdóttur bónda á Skefilsstöðum, Sigurjónssonar, og konu hans Sigríðar Sigtryggsdóttur bónda á Hóli á Skaga, en kona Sigtrvggs og móðir Sigríðar var Ingi- Baldvin Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.