Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 51

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 51
GLÓÐAFEYKIR 51 eru miklar birgðir af kornvöru hjá kaupmönnum á Sauðárkrók, svo að búist er við að korn verði sótt bæði vestan úr Húnavatnssýslu og ef til vill norðan að líka, því að á báðum stöðum er matvöruskortur í kaupstöðum. Um vorið birtist þessi frétt í ísafold: Matvöruskortur orðinn mikill í kaupstöðum Norðanlands, vegna siglingaleys- isins nema á Sauðárkrók, vörubirgðir C. Knudsens frá Newcastle, er hann skildi þar eptir óseldar í haust, og nokkuð hjá fasta kaupmönnum þar. Lesta- ferðir miklar þangað norðan úr Eyjafirði. Enn birtist bréf í Þjóðólfi, dags. 7. júní: Ekkert hafskip hefur enn komið á Skagafjörð í vor, en kaupstaðir á Sauðárkrók hafa verið vel birgir af mat til þessa, en eru nú að þrotum komnir. Eru byrgðir þessar mest því að þakka, að Coghill og Knudsen fluttu hingað miklar vörur í fyrra sumar, svo að kaupmenn hjer þurftu lítinn mat að selja fyr en í vetur, móti því sem annars hefði verið. Ekki mun það ofmælt, að Knudsen hafi verið bjargvættur Norð- lendinga þennan vetur og vorið eftir. Sigling til Sauðárkróks kom ekki fyrr en seint í júní sökum hafíss. Voru margir þá orðnir aðþrengdir. Þetta sumar voru sauðakaup með mesta móti. Samkvæmt blöðum mun hafa verið keypt alls um 30.000 fjár, þar af þriðjungur á Austur- landi. Coghill og Knudsen kepptu í Skagafirði. Gaf hinn fyrrnefndi 13-15 kr. fyrir sauði, en sá síðarnefndi 14 kr. fyrir 110 punda sauð og 20 aura fyrir hvert pund þar yfir. Kusu Skagfirðingar fremur að verzla við hann, en þó keypti Coghill þar a.m.k. 1400 kindur. Knudsen keypti alls um 5000 fjár í Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslum. Ennfremur keypti hann nálega 400 hross á 40-50 kr. Var féð rekið til Sauðárkróks til vörzlu þar, meðan beðið var skips. En hér fór á aðra leið en vænzt var. Annað skipa hans, Lady Bertha, rak á land i ofviðri sem gerði um veturnæturnar og laskaðist, svo að ekki varð unnt að flytja fé með því. Hitt skipið hélt á brott fermt 2000 sauðum og um 100 hrossum. Knudsen reyndi að fá skip hingað til að sækja það, sem eftir var. Svo var um samið, að kæmi ekkert skip fyrir 26. nóvember, yrði féð selt á uppboði og hrossin sömuleiðis. Knudsen fékk ekki annað skip, og var uppboð þá haldið. Voru seldir 680 sauðir, að meðaltali á 9.37 kr. hver, og 183 hross á 23 kr. Tjón Knudsens var afar mikið. Hann hafði verið vellauðugur, en misstu nú nálega aleigu sína. Hann hafði aflað sér mikilla vinsælda, enda áreiðanlegur í við- skiptum og örlátur á fé. Er sagt, að hann hafi greitt 3000 kr. fyrir vörzlu sauða og hrossa í Borgarmýrum, á meðan beðið var skips.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.