Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 18
18
GLOÐAFEYKIR
Kaupfélagið og fyrirtæki þess greiddu í laun og launatengd gjöld
675,9 millj. kr. og hafði launakostnaðurinn hækkað um 244 millj. frá
1976, eða 56,6%.
Fjárfestingar.
Heildarfjárfestingar á s.l. ári námu um 110 millj. króna.
Fjárfestingar skiptust þannig, að í fasteignir, gatnagerðargjöld og
frágang lóða var varið um 61 millj. kr. í vélar, tæki og innréttingar um
36 rnillj. kr. og til kaupa á bifreiðum 12,3 millj. kr.
Eignir fe'lagsins.
Bókfært verð á öllum fasteignum félagsins um s.l. áramót ásamt
vélum, tækjum, innréttingum og bifreiðum nam alls 1.228,3 millj. kr.
og hafði hækkað frá fyrra ári um kr. 297,6 millj.
Bókfært verð vörubirgða um áramótin var alls 273,5 millj. kr. og
höfðu birgðirnar hækkað um 92 millj. króna eða 53%.
Eigið fé kaupfélagsins var um síðustu áramót alls 1.110,6 millj. kr.
Opinber gjöld.
Heildargreiðslur félagsins á opinberum gjöldum á árinu 1977 urðu
alls 245,9 millj. kr. og höfðu gjöldin hækkað urn 62,8 millj. kr. eða
34,2%, en af þeirri upphæð var greitt til ríkisins 218,7 millj. kr.
Slátrunin 1977.
Á sl. hausti slátraði kaupfélagið alls 58.159 kindum og fækkaði
sláturfé um 4.745 kindur. Meðalþungi dilka revndist 14,890 kg og
hafði hækkað lítillega frá fyrra ári, eða um 0,274 kg.
Heildarkjötinnlegg varð 890,4 tn., og hafði minnkað um tæp 60
tonn frá haustinu 1976.
Auk þess var á s.l. ári slátrað 1303 nautgripum og hrossum.
Á árinu greiddi kaupfélagið til bænda fyrir aðrar afurðir en mjólk
kr. 551,9 millj., en samtals greiddi kaupfélagið til bænda fyrir afurðir
þeirra 1.409,8 millj. kr. á árinu.
Rekstrarafkoman 1977.
Þegar eignir félagsins höfðu verið afskrifaðar um 52,8 millj. króna
var tekjuafgangur tæpl. 1,6 millj. kr. er kom til ráðstöfunar á aðal-
fundi. Fundurinn ráðstafaði þessum eftirstöðvum þannig, að í menn-
ingarsjóð var lögð ein milljón króna, til varasjóðs var ráðstafað kr. 500
þús, og eftirstöðvar yfirfærðar til næsta árs.