Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 27
GLÓÐAFEYKIR
27
byggðarlagi. Þar er auk þess eitt elzta samvinnufélag útgerðarmanna,
og voru þessi félög arftakar tveggja kaupmanna, sem deildu og
drottnuð í byggðarlaginu. Hér var að vísu um merka athafnamenn að
ræða, sem á ýmsan hátt voru brautryðjendur í verzlunar- og at-
vinnumálum, en réðu jafnframt einir lögum og lofum.
Eg hygg að engum blandist hugur um breytinguna til bóta við
tilkomu samvinnufélaganna og að nú njóti íbúarnir ríkulega ávaxt-
anna af samstarfinu öllum til hags og heilla.
Ymsar sögur heyrði ég í ungdæmi mínu um óbilgjarna kaupmenn
gagnvart fátækum bændum, sem brenndu sig inn í vitund mína.
Fjarri sé mér að alhæfa slíkar sagnir og«kylt að viðurkenna, að í þeim
hópi hefur margur unnið vel að bættum verzlunarháttum og reynzt
viðskiptamönnum drengilega.
Við lestur þjóðarsögunnar á barnsaldri rann mér sem fleirum til
rifja áþján landsmanna í sambandi við verzlunina, þar sem ekki aðeins
var glímt við óhagstætt verðlag og brottflutning fjármuna, heldur og
við sífellda auðmýkingu gagnvart drottnurunum.
•9
„Þar sem fyrr hjá búðarborði
barnamaður stóð,
og dauðableikur brauðskuld ranga leysti,
brauðpeninginn síðsta í höndum kreisti“. (E. Ben.).
Skal sú raunasaga ekki rakin frekar.
Með stofnun kaupfélaganna um og fyrir aldamótin verða mikil
þáttaskil í verzlunarsögunni. Er sú barátta mikil hetjusaga, sem við
hljótum að dást að. I nær heila öld hafa félögin sannað gildi sitt á
margvíslegan hátt. Svo að stiklað sé á stóru skal þetta nefnt:
FLaupfélögin upprættu þá verzlunarháttu að greiða mismunandi
verð fyrir vöruna eftir því hvort fátækir smábændur áttu í hlut eða
stórbændur. Þau seldu vöruna á sannvirði og stuðluðu mjög að vöru-
vöndun. Eftir að félögunum óx fiskur um hrygg, höfðu þau forgöngu
um byggingu sláturhúsa, síðar um stofnun mjólkursamlaga og skipu-
lagningu afurðasölunnar. I kjölfarið fylgdi uppbygging ullar- og
skinnaiðnaðar, kjötiðnaðar og vélaverkstæða. Skipastóll félaganna
siglir nú um flest heimsins höf. Þá hefur vinnsla sjávarafla verið stór
þáttur á vegum nokkurra félaga. Fjölmarga aðra atvinnuþætti hafa
kaupfélögin stutt á starfssvæðum sínum, og reynt hefur Ýerið að dreifa
verzluninni eftir megni. Stutt hefur verið að ýmsum
menningarmálum.