Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 25

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 25
GLÓÐAFEYKIR 25 Hvers vegna ert þú samvinnumaður? Á 90 ára afmæli Kaupfélags Skagfirðinga þótti ritstj. Glóðafeykis við hæfi að skrifa deildarstjórum félagsins og beina til þeirra ofan- greindri spurningu. Brugðust þeir allir vel við og kann ég þeim þakkir fyrir. Þá var og Halldóri bónda Benediktssyni á Fjalli skrifað sömu erinda. Hann hefur gegnt störfum deildarstjóra í K.S. lengst allra, þeirra er nú eru lífs, en gaf eigi kost á sér til endurkjörs við síðustu deildarstjórakosningar. Tekið var fram, að svörin mættu vera stutt eða löng, eftir því sem hver og einn teldi bezt henta. Engin kona gegnir deildarstjórn á vegum K.S. Konur hafa hins vegar verið kjörnar fulltrúar á aðalfund — og þó stórum færri en vera bæri. Undirritaður leitaði á vit tveggja húsmæðra, er nokkuð hafa gefið sig að samvinnumálum, og fékk frá báðum góð og greið svör, sem vænta mátti. Til þess að koma i veg fyrir hugsanlegan misskilning skal þetta að lokum tekið fram: Samvinnufélag Fljótamanna hefur lagt niður starfsemi sína í Haganesvík, en Kaupfélag Skagfirðinga hins vegar komið sér upp ágætri verzlunaraðstöðu á Ketilási í Fljótum og rekur þar útibú. En enda þótt legið hafi í loftinu nokkur ár, að Samvinnufél. Fljótamanna sameinaðist K.S. og undirbúningi sé að mestu lokið, þá hefur formleg sameining félaganna eigi enn farið fram og deildarstjórar Fljóta- deildanna, Holts- og Haganes, því eigi enn tekið sæti á aðalfundi K.S. Fyrir því var þeim og eigi send fyrirspurnin, sú sem hér er höfð að yfirskrift. Svörin birtast hér í þeirri röð, sem þau bárust undirrituðum í hendur. G. K. Jón Guðmundsson, Óslandi, deildarstjóri Hofsdeildar: Þegar mér barst í hendur spurningin: „Hvers vegna ert þú sam- vinnumaður?11, kom í hugann fyrsta endurminning mín frá barnsár- um. Eg fæddist á Siglufirði í aprílmánuði 1931 og foreldrar mínir

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.