Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 35

Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 35
GLOÐAFEYKIR 35 stöðu og eignir, sem fólkið ræður sjálft yfir og ekki verða fluttar burtu og eru víða styrkasta stoðin, sem tilvera byggðarlagsins hvílir á. Þannig hefur sam\ innuhreyfingin stuðlað að jafnvægi í byggð lands- ins. Samvinnuhreyfingin hefur á liðnum árum áorkað miklu þjóðinni til hagsbóta, en alltaf blasa við ný verkefni sem leysa þarf, og þar hafa samvinnumenn verk að vinna enn sem fyrr. Þóranrm Magnússon, Frostastöðum, deildarstjóri Akradeildar: Þegar stórt er spurt, verður oft að sama skapi fátt um svör. Hér er spurt um hvorki meira né minna en lífsskoðun. Og það er mála sannast, að ekki er auðhlaupið að því að gera skriflega grein fyrir henni í fáum orðum. En því lengur sem ég gaumgæfi þessa spumingu, þeim mun ljósara verður mér, að svarið við henni á þessum vettvangi getur aðeins orðið ör- stutt. Það verður að takmarkast við lítinn kjama. Einn fyrirvara verð ég þó að gera áður en lengra er haldið. Hann er sá, að ég er ekki viss um að rétt sé að hengja á sjálfan sig merkimiða með áletruninni „samvinnu- maður“. Skilningurinn, sem menn leggja í það hugtak, er svo margvíslegur. Hitt er rétt, og er mergur þessa máls og um leið svar mitt við spurningunni, sem fram var borin, að sumar af þeim grundvallarhugmyndum, sem samvinnuhugsjónin — og von- andi einnig samvinnuhreyfingin og kaupfélögin — byggir á, falla mætavel að viðhorfum mínum til félagslegra samskipta fólks. Hér er ekki rúm til að tíunda þessi atriði. En ég vil í þessu sambandi sérstaklega nefna það, sem verkar á mig með sterkustu aðdráttarafli — þetta, sem kalla má samkennd eða samhyggð. Sem sé það, að félagsmenn séu reiðubúnir að taka á sig fórnir, ef þeir mega verða heildinni og eða þeim félögum, sem standa höllustum fæti, til liðsemdar. Þetta er að minni hyggju hvort tveggja í senn, mikilvægasti hornsteinn sam- vinnustefnunnar og aðalsmerki hennar. Það er von mín og ósk nú á 90 ára afmæli Kaupfélags Skagfirðinga, að þessu grundvallaratriði verði í framtíðinni sýndur sá sómi og sú rækt, sem því ber. Þá trúi ég að félagi okkar muni vel farnast. Þóranrm Magnússon.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.