Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 36

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 36
36 GLOÐAFEYKIR Pálína Skarphébinsdóttir, húsfreyja á Gili: Starf og megintilgangur samvinnufélaganna hefur jafnan verið að vinna að bættum hag landsmanna á sem flestum sviðum: Utvega félagsmönnum sínum góðar og ódýrar vörur. Hafa forystu um vöruvöndun og bættar verkunaraðferðir innlendrar framleiðslu og auka með því verðmæti útflutningsframleiðslunnar. Kaupfélögin höfðu t.d. algera forystu um byggingu kjötfrystihúsanna og nýjar og breyttar verkunaraðferðir landbúnað- arvara. Þá er þáttur kaupfélaganna í byggðaþróuninni í landinu athyglisverð- ur. Það er víst, að samvinnufélögin hafa með þjónustu sinni og atvinnurekstri átt stóran og heilladrjúgan hlut að því að efla fjölmörg smærri byggðarlög, sem hafa átt í verulegum atvinnuerfiðleikum og orðið að þola fólksflótta af þeim sökum. Samvinnuskipulagið tryggir fjárhagslegt og félagslegt lýðræði og jafnrétti, því að allir hafa jafnan atkvæðisrétt án tillits til efnahags. mm Pálína Skarphéðinsdóttir. Þorleifur Jónsson. Þorleifur Jónsson, Vogum, deildarstjóri Hofsósdeildar: Ég er samvinnumaður fyrst og fremst vegna þess að ég er bóndi. Og mér finnst að sú stétt þurfi að standa saman ekki síður en aðrar stéttir í þessu þjóðfélagi. Samvinnuhreyfingin hefur gert bændum sem öðrum margt til stuðnings, og þess vegna hljóta þeir að fylgja henni.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.