Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 66

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 66
66 GLOÐAFEYKIR Baldey Reginbaldsdóttir, húsfr. á Sævarlandi á Laxárdal ytra, lézt þ. 15. maí 1973. Hún var fædd að Látrum í Aðalvík vestra 22. ágúst 1898. Foreldrar hennar voru Reginbald Erlendsson og kona hans Bjargey Sigurðardóttir. Faðir Baldeyjar lézt skömmu áður en hún fæddist. Þriggja ára gamalli var henni komið í fóstur til Guðmundar Sigurðssonar, móðurbróður síns og konu hans, er bjuggu í Aðalvík. Ólst hún upp hjá þeim til 16 ára aldurs, en fluttist þá norður í Húnavatnssýslu, að Bergstöðum í Svartárdal. Á Bergstöðum og ýmsum bæjum þar í grennd dvaldist Baldey um sinn. A þeim ár- um kynntist hún eiginmanni sínum, er síðar varð, Vilhelm Lárussym frá Skarði í Göngu- skörðum. (Sjá þátt um hann í Glóðaf. 1972, 13. h. bls. 61). Þau gengu í hjónaband árið 1923 og stofnuðu sama ár heimili á Gili í Borgarsveit, en töldust þó eigi búendur. Þaðan fluttust þau að Heiðaseli (Dalsá) í Gönguskörðum og bjuggu þar í 6 ár. Fóru þaðan að Skarði fyrst, þá til Sauðárkróks og loks að Sævarlandi 1935, sem nánar greinir í þættin- um um Vilhelm. Þar eru og talin börn þeirra hjóna, 3 dætur og 2 synir. Baldey missti mann sinn árið 1963. Eftir það bjó hún á Sævarlandi, meðan lifði, með börnum sínum þrem: Sigurði, Regínu og Guðmundi. „Baldey Reginbaldsdóttir var í meðallagi há, ljós yfirlitum, jafnan glöð og hress í máli, gerðarleg kona“. (Þátturinn ritaður að mestu af Gunnst. hreppstj. Steinss.). Knstján C. Magnússon, skrifstofum. á Sauðárkróki, lézt þ. 3. júní 1973. Hann var fæddur á Sauðárkr. 29. ágúst árið 1900. Foreldrar: Magnús verzlunarm. Guðmundsson smiðs á Sauðárkr., Guðmunds- sonar bónda á Yzta-Gili í Langadal, Sveinssonar, og kona hans Hildur Margrét Pétursdóttir Eriksens, dansks skipstjóra, er fórst við Skotland 1873. Unnusta hans og móðir Margrétar var Lára Sigfúsdóttir bónda í Gilsárvallahjáleigu í Borgarfirði eystra. Giftist hún síðar Þorvaldi Einarssyni. Settust þau að á Sauðárkróki, er byggð var þar að rísa, og hefur sama ættin, þrír liðir, búið þar hátt í öld, að undanskildum fjórum árum. „Kristján ólst upp í foreldrahúsum, á menningarheimili, þar sem listir voru í hávegum hafðar, ekki hvað sízt sönglist og leiklist“. (K.B.). Baldey Regmbaldsdóttir.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.