Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 66

Glóðafeykir - 01.04.1979, Blaðsíða 66
66 GLOÐAFEYKIR Baldey Reginbaldsdóttir, húsfr. á Sævarlandi á Laxárdal ytra, lézt þ. 15. maí 1973. Hún var fædd að Látrum í Aðalvík vestra 22. ágúst 1898. Foreldrar hennar voru Reginbald Erlendsson og kona hans Bjargey Sigurðardóttir. Faðir Baldeyjar lézt skömmu áður en hún fæddist. Þriggja ára gamalli var henni komið í fóstur til Guðmundar Sigurðssonar, móðurbróður síns og konu hans, er bjuggu í Aðalvík. Ólst hún upp hjá þeim til 16 ára aldurs, en fluttist þá norður í Húnavatnssýslu, að Bergstöðum í Svartárdal. Á Bergstöðum og ýmsum bæjum þar í grennd dvaldist Baldey um sinn. A þeim ár- um kynntist hún eiginmanni sínum, er síðar varð, Vilhelm Lárussym frá Skarði í Göngu- skörðum. (Sjá þátt um hann í Glóðaf. 1972, 13. h. bls. 61). Þau gengu í hjónaband árið 1923 og stofnuðu sama ár heimili á Gili í Borgarsveit, en töldust þó eigi búendur. Þaðan fluttust þau að Heiðaseli (Dalsá) í Gönguskörðum og bjuggu þar í 6 ár. Fóru þaðan að Skarði fyrst, þá til Sauðárkróks og loks að Sævarlandi 1935, sem nánar greinir í þættin- um um Vilhelm. Þar eru og talin börn þeirra hjóna, 3 dætur og 2 synir. Baldey missti mann sinn árið 1963. Eftir það bjó hún á Sævarlandi, meðan lifði, með börnum sínum þrem: Sigurði, Regínu og Guðmundi. „Baldey Reginbaldsdóttir var í meðallagi há, ljós yfirlitum, jafnan glöð og hress í máli, gerðarleg kona“. (Þátturinn ritaður að mestu af Gunnst. hreppstj. Steinss.). Knstján C. Magnússon, skrifstofum. á Sauðárkróki, lézt þ. 3. júní 1973. Hann var fæddur á Sauðárkr. 29. ágúst árið 1900. Foreldrar: Magnús verzlunarm. Guðmundsson smiðs á Sauðárkr., Guðmunds- sonar bónda á Yzta-Gili í Langadal, Sveinssonar, og kona hans Hildur Margrét Pétursdóttir Eriksens, dansks skipstjóra, er fórst við Skotland 1873. Unnusta hans og móðir Margrétar var Lára Sigfúsdóttir bónda í Gilsárvallahjáleigu í Borgarfirði eystra. Giftist hún síðar Þorvaldi Einarssyni. Settust þau að á Sauðárkróki, er byggð var þar að rísa, og hefur sama ættin, þrír liðir, búið þar hátt í öld, að undanskildum fjórum árum. „Kristján ólst upp í foreldrahúsum, á menningarheimili, þar sem listir voru í hávegum hafðar, ekki hvað sízt sönglist og leiklist“. (K.B.). Baldey Regmbaldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.