Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 58

Glóðafeykir - 01.04.1979, Page 58
58 GLÓÐAFEYKIR Fallnir félagar Ólafur Jónsson frá Stóru-Gröf lézt þ. 21. nóv. 1972. Hann var fæddur á Krithóli á Neðribvggð 28. jan. 1890, sonur Jóns bónda þar Ólafssonar og konu hans Sigríðar Jónsdóttur. Var tví- burabróðir Zófóniasar í Stóru-Gröf, er getur í 14. h. Glóðaf. 1973, bls. 78. Má vitna til þess, sem þar er sagt um Zófónías, því að svo margt var þeim tvíburabræðrum sameigin- legt um æviferil, eðli og alla gerð, að það sem gilti um annan, átti og við um hinn. Ólafur vex upp með foreldrum sínum fyrst á Krithóli til 1893 og síðan á Grófargili á Langholti, missir föður sinn 1901, er áfram með móður sinni á Grófargili og síðan í Valadal á Skörðum, flytst um tvítugsaldur Ólafur Jónsson. aftur út á Langholt, fyrst í vist í Litlu-Gröf og síðan að Stóru-Gröf, þar sem hann og þeir tvíburabræður voru síðan og lengstum í húsmennsku hjá þeim hjón- um Snorra Stefánssyni og Jórunni Sigurðardóttur, tóku miklu ást- fóstri við börn þeirra hjóna og síðan barnabörn, og voru sem hluti af fjölskyldunni. Hjá yngri dóttur þeirra Stóru-Grafarhjóna, Guðrúnu, og manni hennar, Pálma Sigurðssyni, sem búa á Sauðárkróki, átti Ólafur heimili sitt hin síðustu árin, en dvaldi þó lengstum á Ellideild Héraðssjúkrahúss Skagf. Ólafur átti um hríð allmargt sauðfjár og hafði mikið yndi af; en er heilsa og hreysti þvarr taldi hann sig eigi geta hugsað um féð sem skyldi, seldi það og var í vegavinnu nokkur sumur, en heima í Stóru- Gröf á vetrum. „Aðgerðaleysi þoldi hann illa og sótti þá á hann nokkurt þunglyndi, en hann átti góða og trygga vini, sem hjálpuðu honum og hresstu hann upp“. „Ólafur var í hærra meðallagi á vöxt, sviphreinn og allur hinn gjörfulegasti. Sérstakt snyrtimenni í allri umgengni og ætíð allt hreint og fágað í kringum hann; vann öll sín störf af stakri trúmennsku og vandvirkni. Hann var fremur dulur í skapi og fáorður, en fastur fyrir. Hann var tryggur vinur vina sinna, bar öllum saman um að gott væri

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.