Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 10

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 10
10 GLÓÐAFEYKIR annan hátt betur leyst. Hvers vegna tekur samvinnuhreyfingin þátt í hlutafélögum? — Samvinnuhreyfingin hefur átt þátt í að stofna og reka hlutafé- lög. A þetta einkum við þegar þau hafa tekið höndum saman við aðra til að koma upp með þeim sameiginlegum rekstri. Eg nefni Olíufélagið hf. sem dæmi, þar sem samvinnufélögin eiga hlut að með hlutafélög- um og einstaklingum, sem í útgerð starfa. Nefna mætti mörg hlutafé- lög víðsvegar um landið, sem vinna t.d. að útgerð og fiskvinnslu. þar sem samvinnufélög eiga hlut að til að byggja upp atvinnulífið. Þar sem samvinnuhreyfingin ræður í hlutafélögum, eru þau rekin fyrst og fremst með hag viðskiptamanna fyrir augum en ekki til að ávaxta fjármagn. Til dæmis hefur rekstur Olíufélagsins hf. orðið kaupfélög- unum verulega til stuðnings, enda þátttaka Sambandsins og kaupfé- laganna til þess gerð. Eg nefni þetta sem dæmi, en hliðstætt gildir um fleira af líku tagi. — Raddir hafa heyrst um ,,nauðsyn“ þess að kljúfa kaupfélögin í framleiðslu- og neytendafélög. Telurðu það rétta stefnu? — Það væri að mínum dómi hið alvarlegasta óráð að kljúfa kaup- félögin og þar með Sambandið. Kaupfélögin myndu veikjast stór- kostlega og ekki verða lengur þær byggðastoðir, sem þau eru nú, og ekki geta veitt jafn góða þjónustu og nú, hvorki framleiðendum né neytendum. Þetta liggur nú raunar í augum uppi hverjum þeim, sem íhugar það vandlega og þekkir eitthvað til. Það er aðalsmerki íslensku samvinnuhreyfingarinnar að .'mleið- endur og neytendur eru þar saman. Þetta hefur orðið svona hérna góðu heilli vegna þess, að til kaupfélaganna var stofnað af bændum fyrst og fremst og í dreifbýli, og kom því nálega af sjálfu sér. — Telur þú að Sambandið hafi haft og hafi mikla þýðingu fyrir kaupfélögin? — Eg tel að samvinnuhreyfingin hefði aldrei getað orðið sú þjóð- félagsstoð, sem hún nú er og kaupfélögin ekki jafn styrkar heillastoðir almennings og byggðarlaganna og raun ber vitni, ef þau hefðu ekki stofnað Sambandið til þess að starfa í sína þágu. Eg lít svo til, að Sambandið hafi orðið kaupfélögunum álíka stuðningur og kaupfé- lögin sjálf hafa reynst samvinnufólkinu og byggðarlögunum. Það er sama hvort litið er til vörukaupa eða vinnslu og sölu afurðanna. Alls staðar blasir við ávinningur kaupfélaganna af því að standa saman i Sambandinu. Sömu sögu er að segja um fjármálahliðina, rekstrar- fjárþáttinn, rekstrarlánastarfsemi kaupfélaganna í þágu landbúnað- arins og þann stuðning, sem Sambandið hefur veitt kaupfélögum, þar

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.