Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 31

Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 31
GLÓÐAFEYKIR 31 Nú er þetta orðið mikið breytt eins og allir vita. Þá þekkti ég ekki eða heyrði talað um að kaupfélagið tilheyrði sérstakri pólitík eða stjórnmálaflokki. Nú — þetta kaupfélag, sem ég hef verið að vitna hér til, var stofnað 1920 og er því um sextugt. Að endingu vil ég óska Kaupfélagi Skagfirðinga velfarnaðar nú og framvegis og að því megi auðnast að þjóna vel sínum tilgangi. Helga Kristjánsdóttir, húsfreyja á Silfrastöðum: Hvað mér viðvíkur þá vandist ég því á æskuárum að líta á það sem sjálfsagðan hlut, að vera samvinnumaður. Þar komu til áhrif frá umhverfi mínu. Eg ólst upp á framsóknarheimili, svo til allir nágrannar og frænd- fólk hafði sömu stjórnmálaskoðun og það síaðist snemma inn í vitund mína, að það fylgdist að að vera framsóknarmaður og samvinnumaður, enda líklega allir stofn- endur Framsóknarflokksins miklir sam- vinnumenn. Á mínum uppvaxtarárum í Ljósavatnshreppi hefði áreiðanlega eng- inn látið sér þau orð um munn fara í þeirri sveit, að menn i öðrum stjórnmálaflokk- um en Framsókn, væru ekki síðri fram- sóknarmenn, þó að nú sé algengt að heyra því haldið fram. Mín skoðun er sú, að Framsóknarflokkurinn sé enn í dag sverð og skjöldur kaupfélaganna og S.I.S., og ég þekki sjálf ekki fáa sjálfstæðismenn, sem mundu vilja nokkuð til þess gefa, að þau fyrirtæki væru komin út í hafsauga eða lengra. Og þó að flokkaskipting sé nú orðin meiri en áður var, held ég að enn sé full þörf á því að Framsóknarflokkurinn standi vörð um samvinnufélögin. Eftir að ég fluttist til Skagafjarðar og fór að stunda búskap með manni mínum Jóhanni Lárusi, fann ég það betur en nokkru sinni fyrr, hve brýn nauðsyn það er fyrir sveitafólk að hafa samvinnuverzlun. Þá fór ég líka að hugsa meira um eðli samvinnu- hreyfingarinnar en ég hafði áður gert. Upphaflega var hún grundvölluð á hugsjón manna sem vildu bæta kjör og afkomu fátæks fólks, sem ekki hafði bolmagn til þess að lifa sómasamlegu lífi við óbreytta þjóðfélags- og verzlunarhætti. I dag Hetga Kristjánsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.