Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 14
14
GLOÐAFEYKIR
mennsku Jón Jakobsson bóndi á Víðimýri, síðar landsbókavrörður, og
lét hann vöxt og viðgang kaupfélagsins mjög til sín taka.
Fyrstu árin átti félagið erfitt uppdráttar, eigi hvrað sízt sökum
harðrar og oft óvægilegrar samkeppni
af hálfu kaupmanna, sem þá voru á
Sauðárkróki. Félagið var lengi framan
af pöntunarfélag. Arið 1906 var sett á
stofn söludeild. og seldi félagið þar
vörur við mun lægra verði en aðrar
verzlanir á staðnum. Söludeildin átti
við erfiðleika að etja, og voru þá tekin
upp pöntunarviðskipti. Síðar efldist
brátt aftur verzlun, sem síðan blóm-
gaðist jafnt og þétt, þótt oft væri við
ramman reip að draga, bæði af ástæð-
um innan frá og þó einkum af ytri at-
vikum. Styrkur félagsins hefir legið
mjög í því, hve þorri félagsmanna hefir
Jóhann Salberg Guðmmdsson. staðið vel að félaginu, hvað sem annars
hefir á gengið, og sýnt þar með félags-
þroska sinn. Eigi má gleyma að geta þess, að félagið hefir átt dugandi
forystumönnum á að skipa, sem hafa staðið vörð um félagið og beint
því á réttar brautir til hags og heilla fyrir félagsmenn. — Eigi er það
ætlan mín að rekja hér sögu kaupfélagsins, þó að drepið hafi verið á
fáein atriði úr sögu þess til skýringar.
En þegar nú á 90 ára afmæli kaupfélagsins er litið á stöðu þess, eins
og hún nú er, blasir við blómlegt fyrirtæki, sem hefir margháttaða
starfsemi og rekstur með höndum og er nú langstærsta fyrirtæki í
Skagafirði, með fjölda manna í þjónustu sinni. Félagið rekur deildar-
skipta verzlun á Sauðárkróki í 6 búðum. Það rekur þar véla- og
bifreiðaverkstæði, trésmiðju, ntjólkursamlag og sláturhús í rúmgóðum
og nýtízkulegum húsakynnum. Enn fremur rekur félagið hraðfrysti-
hús, sem er stærsti fiskkaupandi og hefir mesta afkastagetu frystihúsa í
héraðinu, og fara nú fram endurbætur og stækkun á húsinu og fiski-
mjölsverksmiðju, sem rekin er í tengslum við það. Þá skal þess getið, að
félagið rekur umfangsmikla verzlun í útibúum i Varmahlíð og
Hofsósi, og á síðasta ári var sett á stofn verzlun í nýjum húsakynnum á
Ketilási í Fljótum. Þessi upptalning talar sínu máli og bendir ótvírætt
til þess, að mikil og öflug þróun hefir átt sér stað hjá félaginu. Sú þróun
stendur ekki í stað, hún heldur áfram. Meðal næstu verkefna kaupfé-