Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 49

Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 49
GLOÐAFEYKIR 49 kaffi, sykur, steinolía, kol, sápa, tóbak, ljáblöð og ýmsar smærri vörur. Verðmunur var mikill. Matvara var 15-40% ódýrari en hjá kaup- mönnum, munaðarvara, svo sem sykur, 25-50% ódýrari. Auk þess fengu flestir talsvert af peningum fyrir hross og fé. Pöntun í Hofshreppi. Eins og má sjá á reikningunum, minnkaði verzlun allmikið 1886 frá árinu áður. Ein deild, Hofshreppur, jók þó verzlun sína verulega. Það ár og hið næsta var pöntunin þessi: Pöntun 1886 1887 Bankabygg hálfsekkir 50 81 Hveiti do (87 overhead no 1) 108 104 Hrísgrjón heil do 23 29 Kaffi pund 1710 1180 do export do 260 Kandís pund 1450 1125 Melís höggvinn do 500 500 do óhöggvinn do 200 155 Púðursykur do 70 6 Blaut sápa do 26 Tvistur, tvinnaður, hvítur pund 22 Ljáblöð tals 144 132 Steinolía dunkar (20 potta) 8 7 do föt 3 4 Línuhespur 60 faðma V/2 pund, tals 24 Smíðakol tunnur 3 Á móti pöntun fyrra árið ætlaði deildin að leggja 300 sauði tveggja vetra og eldri. Þetta haust borgaði Coghill ekki nema 14 kr. fyrir beztu sauði, svo að hætt er við, að meira hafi þurft að koma á móti, ef ekki átti að halla á deildina. Árið eftir 1887 gaf Coghill svipað eða lægra verð fyrir sauðina. Deildin var ekki tilbúin að leggja fram sauða- eða hrossafjölda, þegar pöntunin var gerð, enda munu loforð fyrra árs ekki hafa dugað, vegna verðlækkunarinnar. Allmikið hafði dregið úr pöntun. En þrátt fyrir það er vafasamt, að deildin hefði getað staðið við sauðaloforðin. Veturinn hafði verið þungur og hey vond frá sumrinu áður. Bú- peningur var því illa framgenginn og sleppt snemma. Um miðjan maí skall á stórhríð, er stóð í fimm daga. Misstu bændur þá fjölda fjár og talsvert af hrossum. Um veturinn og í þessu vorhreti misstu bændur í Hofshreppi 1098 kindur og 15 hross. Nautgripum hafði fækkað um 12

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.