Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 55
GLÓÐAFEYKIR
55
Þegar pöntunin kom
Hinn 23. apríl 1889 telst vera stofndagur Kaupfélags Skagfirðinga.
Þá „var fundur haldinn á Sauðárkróki af ýmsum deildarstjórum hins
gamla pöntunarfélags Húnvetninga og Skagfirðinga, eptir fundarboði
frá Ólafi Briem, sem kosinn var fundarstjóri“.
Svo segir í „Þáttum úr þróunarsögu“, er undirritaður tók saman og
voru prentaðir í 5 fyrstu heftum 16. árg. mánaðarritsins Heima er bezt
1966. Er í þáttum þessum rakin að nokkru forsaga Kaupfél. Skagf.
Félagið var fyrstu árin hreint pöntunarfélag, og verzlunarhættir svo og
aðdrættir allir næsta ólíkir því, er nú gerist. Síðasti kaflinn, sem hefur
að yfirskrift „Þegar pöntunin kom“, og styðst við eigin minningar og
annarra, sýnir gerla muninn, sem nú er á orðinn, þegar sveitamenn
láta sig varla muna um að „skreppa í Krókinn“ á bílnum sínum, ef þá
vanhagar um kíló af kaffi eða sykri. Þykir rétt eftir atvikum, að
endurprenta þennan kafla nú í afmælishefti Glóðafeykis.
Hefst nú þátturinn.
Samið var að þessu sinni (1890) við Halldór veitingamann um
afhendingu og gevmslu vara og samþvkkt, að „greiddir væru 10 aurar
fvrir hvert stykki, sem afhendingarmaðurinn tæki í geymslu og
ábvrgð, og skvldi honum verða borgaðir þeir um leið og hann afhenti
stvkkið. Abyrgð skyldi hann taka á hinu geymda.“
Hér kom þegar í öndverðu fram, hversu bagalegur félaginu mundi
reynast skortur á geymslurúmi, meðan það gæti ekki eignazt hús. Því
að enda þótt félagið kæmist að þessu sinni að viðunandi samningum
um gevmslu á vörum og hefði auk þess annað veifið leiguafnot af hálfu
hlutafélagshúsinu og stundum öllu, þá hrökk það aðeins til geymslu á
nokkrum — og oftast litlum — hluta þeirrar vöru, er félagið fékk.
Meginhluta hinnar pöntuðu vöru urðu félagsmenn að sækja þegar í
stað. En þá var enginn sími kominn. Því var það, að jafnskjótt og
pöntunarskipið kom, varð að gera út sendimenn um allar jarðir til að
láta vita um komu þess —: Ut í Sléttuhlíð að austan, út á Skaga að
vestan, fram í Skagafjarðardali, vestur yfir Vatnsskarð í Svartárdal,
Blöndudal og — seinna — í Langadal og Svínadal. Klárarnir urðu að
hafa það — og munu þá stundum hafa volgnað undir hnakk og beizli.