Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 57

Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 57
GLÓÐAFEYKIR 57 dagsljómanum, — þá hlánaði í hugskoti lestamannsins. Ósjaldan var líka „veigadrottinn“ með í för. Og hann megnaði það, sem eigi er á færi annarra guða: Hann gat látið menn gleyma öllum áhyggjum um stundarsakir. Hestarnir röltu á undan með klyfjarnar, stilltir, þolin- móðir, þrautseigir, og þurftu ekki að láta vísa sér veginn, þótt vegleysa væri. Lestamennirnir lötruðu á eftir, stundum tveir saman, stundum margir. Þeir blönduðu geði, sögðu sögur, sungu, kváðu og köstuðu fram stökum. Þetta voru, þrátt fyrir allt, dýrðardagar. En heima beið konan og krakkarnir. Og eftirvæntingin var mikil: Hvað skyldu þeir nú koma með úr kaupstaðnum? Lestamenn voru svfjaðir og þreyttir að leiðarlokum. Þeim varð fyrst fyrir að halla sér út af og láta líða úr sé, áður en leystar væru klyfjar. En blessuð börnin voru óþolinmóð, rétt eins og börn eru vön að vera. Hvað skyldi nú vera í þessum bagga? Mundi þar ekki vera kandís eða rúsínur? Hvar skyldi sykurtoppurinn vera? Og krakkarnir fóru að reyna að leysa klyfjarnar. En ólarreipin voru óþjál og hörð og hert að öllum hnútum. Verkið sóttist því seint og varð oft árangurslaust. Hendumar voru svo smáar og kraftarnir ekki miklir. Stundum lá líka blátt bann við að hrevfa við nokkrum hlut fyrr en pabbi kæmi og piltamir. En þeir sváfu svo ósköp lengi. Og það tók á taugarnar að bíða. — Loksins komu þeir þó og fóm að leysa. Og þá vrarð nú heldur en ekki handagangur í öskjunni, þegar farið var „að taka upp.“ Þá kom líka sitt af hverju í ljós: Aflangur rúsínukassi, sykurtoppur, rauður kandís í skjóðu — og allavega rósótt stumpasirts. En sá fögn- uður! Og hvílíkur töfrastaður hlaut hann að vera, þessi kaupstaður. . . . Gísli Magnússon.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.