Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 12

Glóðafeykir - 01.04.1979, Síða 12
12 GLÓÐAFEYKIR hreyfingarinnar. Það þarf að rifja upp hugsjónagrundvöllinn og efla samhug og samtök. Ég álít afar æskilegt, að samvinnuhreyfingunni takist, í samvinnu við verkalýðshreyfinguna, að eiga hlut að nýrri kjaramálastefnu í þá átt að breyta framleiðsluháttum, vinnutilhögun og tilhögun kaup- gjalds þannig, að vinnutíminn gæti orðið skaplegur og kaupgjald samt lífvænlegt. Það mundi margan þjóðfélagsvanda leysa. I þessa stefnu ályktaði Sambandsstjórn 1977 og fól Vinnumálasambandi sam- vinnumanna að vinna í þessa átt. Ég tel brýnt, að samvinnuhreyfingin láti meira til sín taka í þétt- býlinu við Faxaflóa en ennþá hefur komist í framkvæmd. — Telurðu að náðst hafi þau markmið, sem frumherjar sam- vinnuhreyfingarinnar stefndu að í upphafi? — Satt að segja er ég helst á því að frumherjarnir mundu verða fremur ánægðir ef þeir gætu kynnt sér það, sem samvinnuhrevfingin hefur áorkað í þágu almennings á íslandi, og teldu sig hafa unnið gott verk með því að ýta henni á flot. Ég óska Kaupfélagi Skagfirðinga til hamingju með afmælið, fagna glæsilegum árangri félagsins og læt þá von í ljósi, að gæfa fylgi störfum þess framvegis.

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.