Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 61

Glóðafeykir - 01.04.1979, Side 61
GLOÐAFEYKIR 61 vaðalaus, vann öll sín störf í kyrrþey; hefur sá og löngum verið háttur íslenzkra húsmæðra og störf þeirra eigi ávallt metin sem skyldi, af því að hljótt hefur verið um þau út á við, þótt þjóðnýt hafi verið og blessazt ungum og öldnum betur en mörg þau, sem meira hafa auglýst verið. Árni Sigurðsson, f. bóndi í Ketu í Hegranesi, lézt þ. 29. marz 1973. Hann var fæddur að Landamóti í Kaldakinn 17. sept. 1881. Voru foreldrar hans Sigurður bóndi Pálsson, merkur maður og kunnur norður þar, greindur vel og skáldmæltur, og kona hans Hólmfríður Kristbjörg Árnadóttir bónda á Hóli í Kinn. Var Árni albróðir Páls í Keldudal, sjá Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 64. Árni ólst upp á ættarslóðum til fullorðins- ára, var m.a. um hríð á sínum unglingsárum á Stóruvöllum í Bárðardal, því mikla mynd- ar- og menningarheimili. Hann stundaði nám í Hólaskóla og þeir bræður þrír sam- tímis; luku þeir allir búfræðiprófi vorið 1906, Páll elztur, þá Árni og Kristján yngstur (f. 1888, d. 1970), síðar kennari og bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal. Fjórði bróðirinn, Jón, er löngu látinn. Systur voru tvær: Margrét, dáin fyrir mörgum árum, var gift Stefáni söðlasmið Stefánssyni, síðast á Brúnastöðum í Tungusveit, og Kristín, ekkja síra Hermanns Hjartarsonar, prests á Skútustöðum og skólastj. á Laugum. Eigi hurfu þeir bræður til langdvalar á æskuslóðum eftir að skóla- vist lauk á Hólum. Festu þeir sér allir ból hér vestra, í Skagafirði og Húnaþingi. Árið 1915 kvæntist Árni Sigurlaugu Guðmundsdóttur bónda á Innstalandi á Reykjaströnd, Sigurðssonar, og konu hans Ingibjargar Björnsdóttur (sjá þátt um Sigurlaugu í Glóðaf. 1974, 15. h. bls. 81). Hófu þau þegar að búa í Glaumbæ á Langholti og síðan í Brekku hjá Víðimýri, sitt árið á hvorum stað, en 1917 keyptu þau jörðina Ketu í Hegranesi, fóru byggðum þangað og bjuggu þar óslitið til 1950, er þau seldu jörð og bú í hendur Ingimundi syni sínum og Baldvinu konu hans. Aldrei var auður í garði þeirra hjóna, en jafnan bjuggu þau snotru búi og bættu jörð sína stórum að ræktun og húsakosti. Sigurlaug, kona Árna, lézt 21. júlí 1968. Börn þeirra hjóna eru þrjú: Sigurpáll, kaupmaður í Lundi hjá Varmahlíð og bóndi á ípishóli, kvæntur Hildi Kristjánsdóttur, Hólmfríður, húsfr. í Svíþjóð, gift Reyni Mynd birtist í næsta blaði

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.