Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 52

Glóðafeykir - 01.04.1979, Qupperneq 52
52 GLÓÐAFEYKIR Eins og áður er skýrt frá, hélt stjórn vörupöntunarfélagsins fund í árslok 1887, þar sem félagsmenn voru hvattir til að hafa skipti við Coghill næsta ár. Þau voru líka töluverð, enda greiddi hann hærra verð fyrir sauði en næsta ár á undan. Enginn pöntunarreikningur er til frá þessu ári og því ekki hægt að sjá, hve mikið vörumagn hann hefur flutt bændum. Nú voru margir Skagfirðingar ráðnir í að slíta verzl- uninni við Coghill. Þar kom margt til. I fyrsta lagi hafði hann ekki treyst sér til að greiða jafnhátt verð og aðrir — t.d. kaupfélögin — fyrir féð, í öðru lagi höfðu vörur oftast komið mun seinna en samningar voru um, í þriðja lagi vildu margir losna við skuldaverzlun, og síðast en ekki sízt voru er- lendar vörur ódýrari hjá kaupfélögunum. Astæðan fyrir því var m.a. sú, að Zöllner seldi kaupfélögunum vörurnar „fob“ þ.e. komnar á skip ytra, en félögin tóku áhættuna af siglingunni. Coghill seldi vörurnar hinsvegar „cif“, þ.e. á Sauðárkrókshöfn. Sama gilti um sölu á sauðum. Kaupfélögin tóku áhættuna af sölu og siglingu með sauðina á sig. Og árangurinn sýndi, að áhætta virtist borga sig. Landsmenn þekktu starfsemi þeirra allvel orðið, bæði af blaðaskrifum og reikningum, sem birtir voru yfir verzlun þeirra og hag yfirleitt. Erlendur í Tungunesi andaðist 28. október um haustið. Missti Coghillsfélagið þar einn sinn ötulasta stuðningsmann. „Helsta áhugamál hans á síðustu tímum var búnaðarskólinn á Hólum og pöntunarfjelag Húnvetninga og Skagfirðinga, og var formaður í stjórnarnefnd beggja þessara mála.“, segir í grein um hann látinn. Hann hafði þá staðið í fylkingarbrjósti í verzlunarsökum fullan aldarfjórðung. Erlendi hefur vafalaust verið ljóst, hvert stefndi. Coghillsfélagið var í andarslitrunum og ekki vegur að lífga það við. Skagfirðingar voru staðráðnir i að stofna kaupfélag með svipuðu sniði og Kaupfélag Þingeyinga og höfðu ákveðið fund 4. desember til að ræða það mál. Húnvetningar voru hikandi í fyrstu. Þeim hafði að ýmsu leyti fallið vel að skipta við Coghill og vildu ógjarnan hætta þeim viðskiptum í bráð. Það hvatti Skagfirðinga líka til aðgerða, að verzlanir á Sauðárkróki voru þá aðeins tvær, Gránufélagsverzlun og Poppsverzlun. Verzlun Claessens var þá mjög lítil, Péturshöndlun horfin af sviði og Cog- hillsfélagið í dái. Var því heldur dauflegt um að litast undir Nöfunum og ekki laust við, að margur bæri kvíðboga fyrir komandi vetri. Kaupmenn á Blönduósi voru enda fljótir að setja upp vöruverðið, er þeir fréttu af strandi Lady Bertha, skips Knudsens. Nokkuð rættist þó úr vöruskortinum, er lausakaupmaður kom með Otto Wathne frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.