Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 61
SKÍRNIR
SEINT BORGUÐ KIÐIN
59
eyri. Með þessu er Þorsteinn eldri rímnanna úr sögunni, og víkjum
nú aftur að rímum prestsins á Dvergasteini. Efnismeðferð þeirra er
í heild miklu betri en í lausamálssögu Ebenezers í Flatey. Þar má
finna ýmis atriði sem sagan þarf að hafa, en Ebenezer hefur skotizt
yfir af einhverjum ástæðum. Efnismunur er talsverður, svo að ekki
er líklegt að frásögn Ebenezers sé endursögn eftir rímunum. Hests-
drápið, sem virðist vanta í rímunum, gerir nálega óhugsandi að svo
sé (sjá efniságripið). Þó gætu rímurnar vel hafa átt einhvern þátt
í dreifingu sögunnar.
I upphafi annarrar rímu segir skáldið, að ævintýrið liggi opið á
minnis borði, og mun hann því hafa ort eftir minni, en ekki eftir
riti. Þótt nú sé ekki kunnugt um nein handrit sögunnar eldri en rím-
urnar, kunna þau þó að hafa verið til, og ekki er ólíklegt að hún
hafi verið nokkuð kunn í munnmælum.
Hér á eftir verður efni sögunnar rakið eftir rímunum og stund-
um vikið að því sem frábrugðið er í frásögn Ebenezers.
Nafngreindar persónur eru aðeins fimm. Það eru hjónin á Stokks-
eyri, Þorhjörn og Þorgerður, en hjá þeim er í sjálfsmennsku Þor-
steinn bróðir Þorbjarnar. Auk þeirra eru í sögunni aðeins feðginin
Kuflungur og Maurhildur, sem ættuð eru af öðrum heimi.
Sagan er á þessa leið í rímunum:
Þorbjörn bóndi er nirfill og treystir engum nema sjálfum sér til
þess að vaka yfir vellinum. Þrjú kið, sem eru ómerkingar, leita í
túnið. Þorbjörn verður mjög æstur út af því, en Þorsteinn telur ekki
miklu skipta um það sem kiðin bíti. Þorbjörn hefur í hyggju að
slátra þeim, en hróðir hans varar hann við, og segir að dráp kið-
anna mundi honum verða eftirminnilega endurgoldið. Þriðju vöku-
nótt sína handsamar Þorhjörn þó kiðin, „dró út hníf og drap þau
öll djarfur í ólukkunni“. í því bili kom Þorsteinn á fætur, sagði
verknaðinn vita á illt og þuldi vörunartölu yfir Þorbirni.
Um þrenn næstu j ól verður Þorbj örn fyrir heimsóknum dularfulls
krypplings, sem nefnir sig Kuflung. I tvö fyrri skiptin ræðst hann á
Þorhjörn, þjarmar að honum og skilst við hann nær dauða en lífi.
„Milli hæls og hnakka var húðin af honum flegin.“ I fyrsta skipti,
sem Kuflungur kemur, er Þorbjörn úti í hesthúsi að hlynna að eftir-
lætishesti sínum. Kuflungur hrygghrýtur hestinn (Þetta atriði kem-
ur að vísu ekki fram í rímunum (í Lbs. 2146, 8vo), heldur aðeins í