Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 97
SKÍRNIR
KVENLÝSINGAR OG RAUNSÆI
95
Kjartan borgar einnig fyrir hana skuldir hennar, t. a. m. skattinn,
sem hún ætlaði að láta eiga sig, og þótt hún lofi aS borga honum
aftur, gerir hún þaS aldrei. (2:76) „Þú ert svo frekur og ákveSinn“,
segir hún í aSdáun „og hjúfraSi sig uppaS honum“ (2:79):
Og veistu hvað? Eg er hrædd um að ég byrji einhverntíma að drekka. Ég er
miklu meiri aumingi hérna inní mér en þú heldur. Eg hefði kannski byrjað
núna í dag ef þú hefði ekki komið með mér og hjáipað mér. Ég var alveg að
gefast upp ... Heima eru alltaf einhverjir til að hjálpa manni. (2:80)
Inga er svo langt leidd í ósjálfstæSi aS þaS er á mörkunum aS
hún geti haldiS í sér lífinu hjálparlaus, og alls ekki því barni sem
hún gengur meS:
- Það er allt Kjartani að þakka, sagði hún. Hann hefur passað að ég borð-
aði almennilegan mat. (2:205)
Sama viShorf kemur einnig fram í lýsingu Aslaugar, sem einnig
„hjúfrar sig“, annaShvort aS kettinum (237) eSa elskhuganum.
(285, 292) Arfur er einnig eini möguleikinn sem hún sér til fjáröfl-
unar, eftir aS giftingarvonirnar bregSast:
- Já, ef allir fengju þá sem þeir elska, þá væri þetta kannski allt í lagi ...
(175)
Útaf móSurarfinum stafar tortryggni hennar gagnvart bróSurn-
um, og jaSrar viS ofsóknaræSi:
- Ég hata hann ekki ... ég ... það er hann sem hatar mig og þá hata ég
hann auðvitað á móti. Honum hefur alltaf verið illa við mig, hann hefur alltaf
reynt að gera mér allt til bölvunar og núna hugsar hann ekki um annað en að
láta mig standa uppi allslausa þegar mamma deyr. (191)
Hún er, eins og viS var aS búast, háS hjálp, og leitar til Kjartans:
- Þú vilt ekki hjálpa mér.
- Víst vil ég það, sagði Kjartan, víst vil ég það!
Farðu, sagði hún, farðu! Þú ert ekkert betri en hann. Þú vilt ekkert hjálpa
mér. (191-192)
Þessi lýsing á henni kemur ekki beinlínis heim viS dugnaS henn-
ar í skóla:
Hún var eljusöm og þótti öllum tíma eytt til einskis sem gaf ekki af sér áþreif-
anlegan árangur, enda tóku ekki margir hærri próf í Verslunarskólanum en
hún. (126)