Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 83
SKÍRNIR
KVENLÝSINGAR OG RAUNSÆI
81
ríkisins. (222) Um fimmti hluti kvenna hefur atvinnu, og eru þar
sem fyrr vinnukonur fj ölmennastar eða um helmingur. Oftast hafa
þær líka kynhlutverk og aldur þeirra látinn fylgja með, shr. „hús-
hjálp, ekkja á besta aldri“. (2:159) Aðrar atvinnugreinar kvenna
eru einnig þjónustustörf, svo sem skrifstofustúlka (245), kona í
mjólkurbúð (2:45), stelpa í búð (2:65), gangastelpa. (2:193)
Aðeins ein kona kemur fyrir í æðri stöðu, og þá j afnframt eina kon-
an í bókinni sem gegnir slíku hlutverki. Það er forstöðukona Lista-
safns ríkisins, en hennar er getið í sambandi við níð og svívirðingar
skrifaðar um hana á vegg í fatageymslu. (63) Yfirgnæfandi meiri-
hluta ónafngreindra kvenna er getið í afstöðu við eiginmenn og fjöl-
skyldu, mamma (161, 189), dóttir (2:19, 105, 114) o. s. frv. A. m.
k. 6 kvenna er eingöngu getið sem eiginkvenna, en tilsvarandi dæmi
um karlmenn er ekki að finna. Konur eru gjarnan notaðar sem full-
trúar gamalmenna í þjóðlífsmyndinni, oft sem áhorfendur og tvær
saman á götu. (18, 170, 2:271)
I töflunni hér að framan er ekki tekinn með sá fjöldi sagnfræði-
legra persóna sem sagan nefnir, en hlutfall karla og kvenna er þar
43:3. Þekktar karlpersónur eru einkum listamenn (Dostojevskí
(36), Balzac (197), Steinn Steinarr (10), Mósart (61), Sjóstakó-
vits (58), Matisse (85) o. s. frv.), fræðimenn (Símon Jóhannes
Agústsson (17), Níels Finsen (104), Baldur Ingólfsson (166) og
þjóðmálamenn (Einar ríki (42), Stalín (86), Thor Jensen (213),
Ólafur Friðriksson (95), Friðrik 8. (123), Jesús Kristur (134).
Sögufrægu konurnar þrjár eru Florence Nightingale, sem nefnd er
í niðrandi samlíkingu um Kjartan: „Ég get reyndar ekki sagt að þú
sért orðinn einhver Florence Nightingale“ (2:101), Ellý Vilhjálms
sem nefnd er ásamt Ragnari Bjarnasyni sem dæmi um frumstæðan
listasmekk (2:58), og María Vasiljevna Orlova sem sögð er kona
rithöfundarins Belinskis og sjálf listamaður í hannyrðum. Þar hnýt-
ir sagan við: „í eyrum hans (þ. e. Kjartans) varð María Vasiljevna
engu áhugaverðari en síldarkellingar á menningarlausum nápleisum
útá landi“. (50)
Fyrir utan það að höfundur gagnrýnir hvergi þá samfélagsmynd
sem hann dregur upp, er hún beinlínis röng. Skv. rannsókn sem ný-
lega hefur verið gerð á jafnrétti kynjanna eru 27,4% kvenna virkar
við atvinnustörf árið 1960, og ætla má að prósenttalan sé hærri árið
6