Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 195
SKÍRNIR FJÖLNISMENN OG ÞJÓÐARSAGAN 193
undi er þetta greinilega ljóst, en honum fer sem fleirum; hann á-
lyktar líkast til sem svo - óafvitandi: Fyrst þetta liggur svona í aug-
um uppi, er þarflaust að fjölyrða um það.
Mér finnst merkjanleg framför lýsa sér í því, þegar íslenzkir
sagnaritarar líta á íslenzk málefni sem hluta af stærri heild fremur
en einangrað fyrirbæri. Það er þó ekki laukrétt, þegar höfundur seg-
ir að borgarastéttin tæki völdin í Frakklandi eftir júlíbyltinguna
1830. Auðugasti hluti hennar gerði það að vísu, en smáborgararnir
urðu enn góða stund að bíða síns tíma.
Þá er það ekki út í hött að minna íslendinga á dæmi Belga, Pól-
verj a og ítala, sem allir bærðu meira og minna á sér 1830 sem vakn-
andi þjóðir til vitundar um, að sem þegnar útlendra og framandi
fursta, búsettir í hálfgerðum þjóðafangelsum, voru þessar þjóðir
sviftar þjóðlegum tilverurétti. Vitaskuld áttu Islendingar 1830
meiri skyldleika með þessum undirokuðu þjóðum en oddborgurum
Frakklands, þó að þeir yrðu að sjálfsögðu fyrirferðarmeiri í blöð-
um og fréttaritum samtímans, sbr. Skírni 1831, en höfundur hans
var Þórður Jónassen, síðar dómstjóri og þá fyrir flest annað frem-
ur kunnur en frjálslyndi.
Hér eru líka upptök standanna dönsku eða stéttaþinganna rétti-
lega rakin til hertogadæmanna. En fyrir gangi mála þar veit ég ekki
betur gerða grein á okkar tungu en í inngangi Sverris Kristjánsson-
ar að Ritum Jóns Sigurðssonar I. og II. frá árunum 1961 og 1962.
Vissulega er þó fengur að örstuttu yfirliti um þá atburðarás, sem hér
er að finna, ekki sízt fyrir hve ljóst það er. Mér er ekki grunlaust
um að ótrúlega margir Islendingar, sem annars eru mætavel að sér
í sögu nítjándu aldar, viti næsta lítið um þann þátt sem hræringar
í hertogadæmunum áttu í ýmsum viðbrögðum dönsku stjórnarinn-
ar og þar með gangi mála í öðrum hlutum ríkisins, ekki sízt á Is-
landi.
Að loknum stuttum þætti um Júlíbyltinguna og áhrif hennar, m.a.
á Suður-Jótlandi, víkur sögunni að upphafi stéttaþinganna í Dan-
mörku og umrœðum um þátttöku Jslands í þeim. Má segja að at-
burðir þeir, sem hér er lýst, hafi verið fyrstu óyggjandi feigðar-
boðar danska konungseinveldisins. En ekki eru menn á eitt sáttir
um hversu skyggnum augum menn litu rás atburðanna þessi árin,
og að því er til íslendinga tekur verður þessa ágreinings hvað bezt
13