Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 236
234
RITDÓMAR
SKÍRNIR
mat á ýmsu í íslenskum nútímaframburði. Sumar niðurstöðurnar breyta þeim
grundvelli sem menn hafa hingaS til notaS til aS gera sér grein fyrir hljóSkerfi
forníslensku. ASrar styrkja þaS sem fram hefur komiS áSur.
FjórSi hluti bókarinnar er yfirlit yfir niðurstöSur af rannsóknunum, dregið
saman á níu blaSsíðum, efnismikið og aðgengilegt. AS lokum er svo bókaskrá
og myndir, eins og fyrr getur.
Við mælingar Magnúsar kemur glögglega fram að ríkur þáttur í hljóðmynd-
un er hornið sem neðri kjálki myndar viS höfuðbeinin. Til að finna þessa
hreyfingu við hljóðmyndun er mælt bilið sem verður milli efri og neðri tann-
garðs, það stækkar eftir því sem neðri kjálki færist neðar, maður gapir meira,
og mætti nefna þetta ginhæð. En hún er ekki nema að nokkru leyti samferða
hreyfingum tungubaks og fjarlægð þess frá gómi þegar það myndar ákveðið
opnustig sérhljóða. - Hér má skjóta því inn í aS trúlega stafar margs kyns
misskilningur í íslenskri hljóðfræði af þeirri trú manna að talfærin haldist í
kyrrstöðu - eða svo til - frá upphafi hvers hljóðs til loka þess og þau taki svo
öll samtímis á sprett til að mynda næsta hljóð í lotunni og þannig koll af kolli.
Menn hafa hugsaS sér aS þetta væri svona í meginatriSum, talfærin væru aS
vísu að undirbúa eftirfarandi hljóð eitthvað pínulítið þegar liði á myndunar-
tfma einstaks hljóðs. AS vísu munu vera ýkjur aS þetta séu viðhorf íslenskra
fræðimanna en í ályktunum hefur mönnum hætt til að miða viS þetta.
Meginreglan er samkvæmt niSurstöðum Magnúsar sú aS ginhæðin sé minni
á undan sérhljóði með lítið opnustig en sérhljóði meS mikið opnustig. Þetta
virðist eðlilegt þar eð talfærin eru, um leiS og þau mynda tiltekið hljóð, þegar
tekin að undirbúa myndun eftirfarandi hljóðs og geta þá hreyfingar þeirra
verið verulega breytilegar eftir því hvaða hljóð kemur á eftir. Á sama hátt
koma áhrif frá myndun undanfarandi hljóðs að jafnaði fram í talfærastöðu
hvers einstaks hljðSs; á þessu ber þó minna. Undantekningar frá þessu stafa
meðal annars frá myndun undanfarandi sérhljóðs, vegna lítillar áherslu og af
fleiri orsökum. Til að mynda leyfir hljóðblær s-hljóðsins (blísturshljóðið) lítiS
frávik frá aðalreglu ef hann á að vera eðlilegur.
Annars eru ekki tök á að rekja hér niSurstöðurnar í þessu merka verki
Magnúsar, en drepið verður á nokkur forvitnileg atriði.
AthyglisverS - og byltingarkennd - er sú niðurstaða Magnúsar að sérhljóð-
in í og i (venjulega hljóðrituS [i] og [1] stutt og löng) séu í raun mynduð við
sama opnustig, sömu fjarlægð tungubaks frá gómhvolfinu. Þetta sýna mynd-
irnar glögglega. En myndunarstaður þessara hljóða er ekki sá sami, í-hljóðiS,
hæði stutta og langa, er tannbergmælt og myndast framar en i-hljóðiS. Hins
vegar er ginhæðin oft meiri við i en við í, og bendir Magnús á að það sé trú-
lega orsök þess að mönnum hefur fundist opnustig i meira en í. - ÞaS er gam-
an í þessu sambandi að athuga hvað Björn Guðfinnsson segir um mismuninn á
[1] og [i]. Hann segir m. a.: „... og er [1] lítiS eitt fjarlægara en venjulegt
stutt [i].“ (Mállýzkur I, 59). Mismun opnustiga greinir hann ekki annars stað-
ar á sama hátt. Ég hef tilhneigingu til að skilja þetta svo að hann hafi fundiS
að opnumunurinn milli [i] og [1] var minni en milli annarra sérhljóða sem