Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 113
SKÍRNIR
KVENLÝSINGAR OG RAUNSÆI
111
18 Sbr. orð Gunnars, sem einnig styðja, að oft má taka orð Péturs sem höf-
undarafstöðu bókarinnar:
„hann er þvertámóti einn af þeim fáu sem mér hefur þótt vænt um. Það
var fylliríisrausið í honum sem vakti mig til vitundar um raunverulega
stöðu mína í lífinu löngu áðuren ég varð læs. Það var ekta, jafnekta og allt
hitt var óekta.“ (308)
19 Sjá Jafnrétti kynjanna, Reykjavík 1975, bls. 53, tafla 30 B.
20 Um málnotkun í þjónustu hugmyndafræðinnar, sjá Rolv Mikkel Blakar,
Sprdk er makt, Pax Forlag, Oslo 1973, einkum kaflann „Spráket avspeglar
og konserverer sosiale realitetar“; en hann er einnig prentaður í Ny Mál-
strid, (red. Geirr Wiggen), Oslo 1973.
21 I sambandi við frásögn Gunnars og Kjartans af menningarsnobbi mennta-
skólanema má benda á grein Arna Björnssonar „Gunnar og Kjartan og kyn-
slóðabilið“, í Rétti, 2. hefti 1972, þar sem hann í rauninni gagnrýnir höf-
undinn fyrir óraunsæi í lýsingum sínum á menningarsnobbi. Sjálfur telur
Árni eðli þessa fyrirbrigðis vera menningarviðleitni, og færir góð rök fyrir
því. Athyglisverð er mismunandi málnotkun hans og Vésteins, en Árni tel-
ur konur meðal „ungra menningarvita“ (þótt frásögnin sem hann er að
gagnrýna gefi raunar ekki tilefni til þess):
„Þótt úr þeim hópi spretti margskonar kvistir, þá eru einmitt þess á með-
al mörg okkar beztu börn. Það er einmitt þetta fólk, sem nú virðist ætla að
verða spilltri yfirstétt hvað hættulegast í menntaskólum og háskólum víða
um heim.“ (94)
Þessi gagnrýni Arna ætti einnig að geta sýnt, að skortur á raunsæi eða
veruleikasýn í einum þætti verks, getur bent til skorts á því sama í öðrum
þáttum þess.
22 I ritdómi sínum um Gunnar og Kjartan í Vísi 23. nóvember 1971, tekur Ól-
afur Jónsson óbeint undir menntaskólalýsingu bókarinnar, er hann segir:
„Gunnar og Kjartan hefst í hópi menntaskólastráka í Reykjavík haustið
1962, frásögn sem áreiðanlega á að vera raunsæileg lýsing á slíkum hóp
sem í öllum meginatriðum komi heim við veruleikann sjálfan. Víst eru ein-
stök efnisatriði þessarar frásagnar ósköp kunnugleg: leiðindi í skólanum,
allir blankir, lítils háttar fikt við áfengi og kvenfólk ...“
Hér má einnig spyrja hvaða lesendum úr menntaskóla sé þetta „lítils
háttar fikt við kvenfólk" kunnuglegt? Að áliti gagnrýnandans virðast les-
endur, a. m. k. þessarar bókar, vera karlmenn.
23 Höfundarafstaðan kemur skýrt fram í lok bókarinnar:
„Kjartan sá Pétur Tómasson fyrir sér þar sem hann lá í rúminu á Land-
spítalanum og gaf það í skyn að hann hefði lifað til lítils. Kjartani fannst
þá alltíeinu, að það eina sem tengdi sig nú við Gunnar væri þessi látni og
langþjáði maður; saga hans hafði lengi verið honum hugstæðari en margt
annað.“ (2:306)
24 Sjá Ingjald Nissen: „Det er mannsforbundet vi má kjempe mot, ikkje
mannssamfunnet", Sirene nr. 4, 1975.