Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 208
206
BERGSTEINN JONSSON
SKÍRNIR
eins að. Ekki verður samt annað séð en þessir ólíku og um margt
sundurþykku landar hafi borið gæfu til að standa þarna saman. Má
líkast til mest þakka það Brynjólfi og Jóni Sigurðssyni. En að þessu
sinni virðast þeir ekki hafa togazt á um fyrsta sæti, og þá fór svo,
að Brynj ólfur hreppti það, valinn til þess af - Dönum.
Víst er upplýsandi að fá grein gerða fyrir leiðunum þremur sem
Brynjólfur taldi Islendingum standa til boða og greinargerð hans
um þær til Bangs imianríkisráðherra. Akj ósanlegast hefði samt
verið að fá að heyra álit Brynjólfs sjálfs - ekki bara ráðuneytis-
stjórans - hafi það í einhverju verið frábrugðið. Höfundur bendir
á ýmislegt sem varpar ljósi á málin, en hætt er við að fullnaðar-
svör fáist seint eða aldrei.
Það mætti að skaðlausu koma betur fram hér sem víðast annars
staðar, þar sem rætt er um Pál Melsteð elzta (Pál Þórðarson Mel-
steð) hversu víðsýnni og frj álslyndari hann er en flestir jafnaldrar
hans íslenzkir. En þorra þeirra, sem á annað borð kannast við hann,
sést yfir þetta vegna þess vafasama heiðurs sem honum hlotnaðist
1851, þegar þingmenn kusu hann forseta þjóðfundarins, en þótti
hann um það er lauk dansa full ferðugt eftir pípu Trampes greifa.
Þá er það naumast eins kunnugt og vert væri, þótt víða sé á það
drepið, hversu óhræddir flestir Islendingar, einnig þeir sem mest
máttu sín vegna stöðu eða efnahags, voru við rýmri kosningarétt
en tíðkanlegast var annars staðar, þar sem slíkur réttur var veittur.
Var sem Islendingar óttuðust hvorki æsku né eignaleysi, og þó enn
síður hið síðartalda.
Standi miðaldra Islendingar eða eldri í þeirri trú að ágreining-
ur um kjördæmaskipun á Islandi hafi fyrst hafizt um 1930 og nátt-
úrulögmál hafi verið brotið 1959 þegar hætt var að hafa svo til
hverja sýslu sérstakt kjördæmi, þá ættu þeir að lesa kaflann um
kosningalögin í bók þeirri sem hér ræðir um.
Alþingi 1849, þriðja ráðgj afarþingið og hið síðasta á fyrsta
kj örtímabilinu, var fyrir margt hið merkasta. Þá var í fyrsta sinni
konungsfulltrúi íslenzkur; þá var Jón Sigurðsson fyrsta sinni kos-
inn þingforseti; og þá var þingið í fyrsta sinni háð fyrir opnum
dyrum. A alþingi 1849 hófst líka langur þingmannsferill Péturs
Péturssonar, en hann var upp frá því konungkj örinn alþingismaður
til 1885. Sjálfsagt hefur Pétur verið þess albúinn að verða sérstakur