Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 95
SKÍRNIR
KVENLÝSINGAR OG RAUNSÆI
93
Þegar Pétur og Kjartan eru að skilgreina þjóðfélagið, fara þær
Olöf og Aslaug að tala um veðrið:
- Það hefur ekki sést ský á himni í allan dag, sagði Áslaug einsog hún vildi
ekki láta sitt eftir liggja við að halda samræðunum við merkingarleysið eitt.
(181)
Andstætt manni sínum sem oft er látinn afhjúpa ýmis þjóðfélags-
leg sannindi,18 talar Ólöf í klifunum:
En ef allir gætu lært að gleðjast, þá er ég viss um að heimurinn færi batnandi.
Það þarf að kenna fólki að gleðjast. (158)
Oft sýna karlmenn yfirlæti sitt með því að tala saman eins og
konur væru ekki viðstaddar. I heimsókn Gunnars til Ingu og Kjart-
ans er hún ekki látin segja eitt aukatekið orð, og hún gleymist m. a.
s. alveg í frásögninni, jafnvel þótt í upphafi sé tekið fram að hún
sitji við hlið Kjartans á legubekk. Án þess að virða hana svo mikið
sem viðlits, ræða þeir um persónuleg mál, hernaðarleyndarmál sín
eða heimspekileg mál, sem Inga hefur engar forsendur til að geta
fylgzt með. (2:271-278) Heima hjá foreldrum Kjartans situr móð-
ir hans „bogin yfir saumaskapnum“ (2:251) meðan feðgarnir þrír
ræða af miklum ákafa um gildi menntunar í þjóðfélaginu, og leggur
ekkert til málanna. (2:246 o. áfr.)
Þetta viðhorf bókarinnar, að konur séu, eins og af sjálfu sér, úti-
lokaðar frá allri þátttöku í þjóðfélagsmálum, og hafi engar skoðan-
ir á þeim, kemur á einum stað mjög skýrt fram í byggingu frásagn-
arinnar. Verið er að lýsa vaknandi þjóðfélagsvitund Sigga:
Siggi var fyrir nokkru farinn að vera með stelpu sem vann í Hampiðjunni;
hann var ástfanginn uppfyrir allar stjörnur - það fannst Kjartani í það
minnsta - vann auk þess mikið og hafði lítinn tíma aflögu fyrir aðra en kær-
ustuna. Það var þá helst að hann hjálpaði einum vinnufélaga sínum í hús-
byggingu suðrí Kópavogi.
Siggi hafði oft minnst á hann við Kjartan og stundum með nokkurri virðingu.
Kjartan dró þá ályktun að það væri fyrir áhrif frá þessum manni sem Siggi
hafði orðið pólitískari ... (2:177-178)
Það er strax útilokað, að pólitísku áhrifin geti verið frá kærust-
unni, jafnvel þótt Siggi sé með henni öllum stundum.
Þá sjaldan konur eru látnar tjá sig um einhver ákveðin mál, er