Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 103
SKÍRNIR
KVENLYSINGAR OG RAUNSÆI
101
..BarniS ætla ég að eiga ein“ (2:32), er Inga látin segja, hcnni
sýnilega til hróss. En þau vandamál, sem barneign einstæðrar lág-
launakonu hefur í för með sér, eru gjörsamlega sniðgengin. Nefnt
er, að hún geti ekki unnið lengur en ákveðinn tíma og hætti því að
fá kaup. En það er gert að vandamáli Kjartans, ekki hennar:
Inga getur alls ekki unnið lengur en frammað áramótum. Og ég get ekkert
lesið þó ég sé að rembast við það. Ætli ég hætti þessu ekki bara og fari að
vinna. (2:146)
Fæðingarorlof er ekki nefnt, og yfirleitt tilheyrir kona með
barn ekki þjóðfélaginu, heldur næsta karlmanni. Þrátt fyrir öll
lausaleiksbörn bókarinnar, eru þar barnaheimili óþekkt stærð.
Hvernig fara t. a. m. þær Kristín og Jóna að með öll sín hörn?
Þarfnast ekki eftirfarandi lýsing á Jónu nánari skýringa?
Hún var frá Stokkseyri, en hafði búið um tíma fyrir vestan og kynnst Ingu
þar. Hún átti tvö börn, annað með bandaríkjamanni af Vellinum, hitt með
strák sem Kjartan hafði verið með til sjós um sumarið. Nú bjó hún með glað-
lyndum lögregluþjóni í góðum holdum. Kjartan hafði alltaf dáðst að hæfileik-
um hennar til að láta hverjum degi nægja sína þjáningu án þess að falla í
sinnuleysi og treysta ævinlega á aðra. (2:289)
Jóna virðist sem sagt hafa efni á því að treysta á sjálfa sig, en
þess er hvergi getið að hún hafi nokkra atvinnu - nema það kynni
að vera sambúðin með glaðlynda lögregluþjóninum. Er hann ef til
vill látinn vera glaðlyndur til að útskýra það, hvers vegna hann þolir
að búa með konu, sem er með tvö börn? Shr. óbeit annarra manna
bókarinnar á þeim börnum sem þeir ekki eiga sjálfir: Péturs á Osk-
ari litla enska (100), Skúla á Balla litla (2:146, 206) og í og með
Kjartans á ófæddu barni Ingu. (2:145)
Á sama hátt er réttarstaða kvenna í borgarastétt einnig sniðgeng-
in. T. a. m. er samband Ölafar við fyrirtæki ættarinnar ákaflega ó-
Ijóst, og eins hvaðan hún fær peninga. Og eftirfarandi lýsing á
ekkju eftir „embættismann í einu ráðuneytinu“ (104) fær hvorki
staðizt þjóðfélagslega, né getur hún talizt dæmigerð fyrir konur í
þessari stöðu almennt. Hér sameinast bæði andúð bókarinnar á
borgarastétt og kvenhatur hennar:
Og þegar móðir hans var komin á vonarvöl og gat ekki lengur boðið gestum
uppá koníak með kaffinu og snéri sér fyrst, einsog venja var, til sonar síns um