Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 139
SKÍRNIR
TILRAUN TIL DRAUMRÁÐNINGAR
137
um heimshornum og hefur í farangri sínum trú og heimspeki heims-
ins, kaþólsku, búddisma, múhameðstrú, mótmælendatrú, taóisma,
Nietzsche osfrv. Aðferðin er í stuttu máli að safna heiminum saman
undir Jökul sem í sögunni verður í raun miðpunktur jarðar og
heims.
Eins og fyrr segir nær skýrslan yfir dagana llta til 21sta maí.
A þeim tíma er atburðum lýst sem hófust um það bil fjörutíu árum
fyrr. En jafnframt er í sögunni skírskotað til sagna úr biblíunni og
líkt eftir þeim, til sögunnar um aldingarðinn og syndafallið, freist-
inguna á fjallinu, fjallræðuna . .. Og með þessu móti fær atburða-
rás sögunnar eins konar eilífðarvídd, spannar frá sköpun heimsins
til slita hans, þegar sköpunarverkið hefst að nýju, frá eilífð til ei-
lífðar.
Tvíræðni sögunnar kemur einnig fram í mannlýsingum, lýsingu
séra Jóns, Sýngmanns og Uu. Þau eru persónugervingar, eða lík-
amningar, goðsögulegra máttarvalda, Satans, Krists osfrv, og hins
vegar mannlegra eiginleika, hneigða og samhengis sem í raunveru-
legu lífi koma fyrir á víð og dreif og samhengislaust. Þetta má taka
saman:
Sýngmann: gamall maður, ístöðulaus og óttasleginn/uppfinninga-
maður og grósseri/veiðimaður/meistari/Lord Maitreya/freistarinn
í paradís/Satan sjálfur.
Úa: Guðrún frá Neðratraðkoti/prestkona undir Jökli/dóttir
Sýngmanns /Eva / skækj an /nunnan/móðirin/dóttir Satans/konan:
kvenmynd eilífðarinnar/lífið sjálft.
Jón Prímus: gamall óhultur maður, fullur trúnaðartrausts/
prestur, lásasmiður, viðgerðamaður frystihúsa/Adam/hinn óspillti
maður/Kristur.
Þannig fara saman í persónulýsingum þessum fjarska niikið efni,
margþætt skírskotun og tiltölulega einföld og látlaus framsetning.
Það er listrœn aðferð Halldórs sem gerir honum kleift að gera
raunverulegar mótsagnir sýnilegar og áþreifanlegar lesandanum. Og
á spennusviðinu milli hinna raunverulegu mótsagna og listrænnar
framsetningar þeirra í verkinu verður til írónían í Kristnihaldi und-
ir Jökli sem oft á tíðum ruglar lesanda í ríminu. Annars vegar er
fjörmikið og fáránlegt skop sögunnar: heiminum lýst sem sam-
komustað sérvitringa og loddara. En hins vegar harmsöguleg vitund