Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 232
230
RITDOMAR
SKÍRNIR
vegna í mjög nánu sambandi við veraldleg brunakvæði. Þótt sýna megi fram á,
eins og raunar Hans Schottmann gerir, að íslensku Maríukvæðin séu sjálf
ekki erótísk, þá eiga þessi kvæði svipað líkingamál og ástaljóS. Vegna þessa
hefði verið æskilegt, að höfundur hefði borið saman þessar skyldu skáldskap-
argreinir; mansöngvar rímna hrökkva hér ekki einir til samanburðar. Og þó
ekki séu mörg afmorskvæSi varSveitt eða þau öll útgefin á sómasamlegan
hátt, hefðu þau samt nægt til samjafnaðar. Ennfremur hefur talsvert veriS
skrifaS um „Minnekult“ á Islandi, enda þótt enn hafi enginn kannað Maríu-
dýrkun hér. Ég hygg og að hæpið sé að draga ályktanir um dýrkun Maríu af
lofkvæðunum um hana, vegna þess hve málfarið er venjubundið, þó að oft megi
skynja ynnileik þessara gömlu kvæða.
Þau hefðbundnu líkingarorð, sem höfundur fjallar um, koma einnig flest
fyrir í prósa, bæði á því tímabili sem vegur Maríukveðskapar er sem mestur
og fyrr. Hans Schottmann gerir allvíða grein fyrir þessum skyldleika bundins
máls og óbundins, en mér virðist svo að hann hafi ekki allsstaðar gert sér
grein fyrir hve gömul orðin eru í málinu, enda kemur í ljós að hann hefur
ekki haft aðgang að þeirri orðabók sem rækilegust er, orðabók Arnanefndar
í Kaupmannahöfn. - Þar sem höfundur fjallar um stílfræðileg hugtök, hefði
hann oftar mátt benda á, hvað þau nefnast í íslenskum heimildum og vísa til
þess í registri. Hann nefnir til dæmis sannkenning, en það hugtak er þó ekki
tekið upp í registur. Ovarlega er fariS með hugtakiS topos, því að svo er aS
sjá sem höfundur noti það um rittengsl eSa jafnvel áhrif frá einu verki á annað.
íslenskar tilvitnanir eru mjög margar í bókinni; þær eru ýmist teknar upp
stafréttar eða því sem næst (sbr. formála höfundar) eða stafsetningin hefur
verið samræmd. Þetta verður til þess að sama orðið getur verið stafsett á tvo
eða jafnvel þrjá vegu. Ofáar prentvillur hafa slæðst inn, flestar þó meinlausar
(DaSi Halldórsson heitir td. Baði, bls. 251). Samt sem áður lýsir þetta hirðu-
leysi gagnvart viðfangsefninu: íslensku textunum; ætti þetta ekki að sjást í
bókum um íslensk fræði. Höfundur hefur þó sér til málsbóta að hann hefur
átt við tímaskort að stríða. Hans Schottmann hefur þann hátt á að nefna ís-
lensk skáld frá miðöldum að jafnaði aðeins með skírnarnafni, en íslenska
fræðimenn á sfðari öldum jafnan með föðurnafninu einu. Erlendum fræði-
mönnum lærist seint að fylgja íslenskum nafnasiðum.
Eins og eðlilegt er, hefur höfundur stuðst við útgáfu Jóns Helgasonar á ís-
lenskum miðaldakvæðum og færir sér í nyt þann fróðleik sem Jón hefur dreg-
ið saman. NokkuS torveldar það lesturinn að höfundurinn notar eigin skamm-
stafanir um helstu íslensk helgikvæði, en hvergi er að finna skrá yfir þær.
Til hagræÖis er það, að höfundur nefnir í ritaskrá þau verk, sem einkum
fjalla um trúfræðileg efni, enda þótt hann hafi ekki beinlínis stuðst við þau.
Slíkar ábendingar koma oft öðrum fræðimönnum að gagni.
Hér að framan hefur einkum verið fundið aS bók Hans Schottmann, en
kostir þessa verks eru margir. Meginstyrkur rannsóknarinnar er þó hve höf-
undur er gagnkunnugur guð- og maríufræðum miðalda; þessi þekking kem-
ur honum aS mjög góðum notum viS túlkun kvæSanna. Hans Schottmann nefn-