Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 71
SKÍRNIR
SEINT BORGUÐ KIÐIN
69
andann verða meir og meir fanginn af efninu á meðan. Þetta hefur
sögumanni tekizt, og hlýtur hann að fá góða einkunn fyrir. Ekki
þýðir að sakast um, þótt hið upphaflega söguhámark, dráp Þor-
bjarnar, falli líkt og í skuggann af nýsmíðinni, drápi Maurhildar og
eiginmannsáti hennar. Svo hlaut að fara þegar áhuga áheyrenda
hafði verið beint frá örlögum Þorbjarnar að átökum Þorsteins og
mannætunnar.
Af öllu því sem nú hefur verið rakið er sýnilegt að breytingar
dýrasögunnar AT 248 í Kiða-Þorbjarnarsögu eru svo gagntækar,
að því verður ekki trúað að þær hafi orðið sjálfkrafa við þróun
sögunnar í munnlegri sagnaskemmtun. Við þær aðstæður má vænta
minni háttar breytinga, svo sem aðlögunar að kunnum staðháttum
og að skáldað sé í skörð gleymskunnar, en ekki svo róttækra breyt-
inga sem hér er um að ræða. Sagan af Kiða-Þorbirni er svo sjálf-
stætt sköpunarverk, að ætla verður að mest af því sé verk eins
manns. Dýraævintýrið hefur verið honum mikilvægur grunnur að
byggja á og yrkja við.
í rauninni er Saga Kiða-Þorbjamar hreint ævintýri eins og dýra-
sagan. En hún er að nokkru leyti færð í mót sannsagnar. Þannig
bera persónurnar nöfn og eiga heima á kunnum slóðum. Þetta er
þó lítið meira en yfirskin. Maurhildur er harla lygisögulegt nafn,
og sömuleiðis Kuflungur. Maurhildur minnir á Meinhildi nöfnu
sína mannætu í Vilhjálms sögu sjóðs,10 og Kuflungur á aðra dular-
fulla úlpumenn (stundum Óðin) í sögum. Og Þorsteinn er einmitt
hið algengasta sagnanafn á gæfumönnum sem fást við yfirnáttúr-
legar verur. Gamla rímnabrotið af Þorsteini á Stokkseyri (sjá 2.
kafla) segir fyrsta part sögu af Þorsteini kolbít, syni Þorbjarnar
stórbónda á Stokkseyri, en móðir hans heitir Þóra (sbr. Þorgerði).
Líkur eru því á að sögumaður Kiða-Þorbjarnar sögu hafi tekið
þessi nöfn eftir eldri sögunni, þótt önnur tengsl verði ekki fundin
milli þeirra.
Innlendur veruleiki og sagnaveruleiki mótar söguefnið í hvívetna.
Atvinnu- og lifnaðarhættir eru íslenzkir, sbr. vökuna yfir vellinum,
vetrarbeit fjár. Árstíðaviðmiðun er rík í sögunni, og atburðirnir
verða um jól eða sumarmál ef eitthvað yfirnáttúrlegt er á seyði.
Smalamenn glíma við tröll, og svo framvegis.
Á grunni dýraævintýrisins hefur íslenzkur sögumaður samið al-