Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 63
SKÍRNIR
SEINT BORGUÐ KIÐIN
61
seima grundin situr snjöll
sunnan undir Kuflungs höll.
Þeir fara saman á staðinn, en nú er þar ekkert að sjá, og fara
þeir heim. — I þessum leitarþætti hafa rímurnar um ýmis atriði
betri frásögn en lausamálssagan í safni Jóns Arnasonar.
Um þriðju jólin heldur Þorsteinn aftur jólagleði, en Þorbjörn er
dapur og hírist hjá sjálfum sér. Skyndilega heyrast þaðan fagnaðar-
óp, og þegar Þorsteinn kemur að, heldur Þorbjörn á reifabarni.
Með það hefur Kuflungur komið og lagt í kjöltu hans með kveðju
frá Gerðu, sem sendi Þorbirni harnið til þess að létta harma hans.
Þorbjörn hefur þetta eftir Kuflungi:
I fyrra vetur víst þaö betur hefði
gengiff sér aff gilja frú
en gugt í mér um árin þrjú.
Barnið er mær, og er þannig dóttir Kuflungs og Þorgerðar. Hún
heitir Maurhildur og hefur nafnið með sér úr hulduheimi. I þjóð-
sögunni kemur nafnið miklu síðar fram í sögunni.
Kveðjuorð Kuflungs eru þau, að nú séu kiöin borguð til fulls,
enda birtist hann ekki framar. Þorbjörn er himinlifandi yfir barn-
inu, en viðhorf Þorsteins er á allt aðra lund. Hann leggur til að
mærin sé drepin. Annars muni drilla sú stíga illan dans, gjalda hörð
fósturlaun og drepa margan mann, er hún vaxi úr grasi. Þorbjörn
skeytir þessu engu. Hann elskar meyna ákaflega, og hún veröur á-
trúnaðargoð hans, sem hann trúir aldrei neinu illu um.
Nú líða fram tímar þangaÖ til Maurhildur er 18 vetra (sex vetra
í þjóðsögunni). Þá hverfa þrír sauöamenn Þorbjarnar um jólaleyt-
ið hvert árið af öðru. Fær Þorbjörn nú engan til starfans, fyrr en
Þorsteinn leysir vanda hans og heldur fé bróður síns til beitar. Þar
kemur Maurhildur eitt sinn að honum og er nú ærið digur og trölls-
leg, enda þótt hún sé hin vænsta að sjá hversdagslega. Hún ræðst á
Þorstein, og þau glíma sterklega. í þeirri glímu hafði Þorsteinn bet-
ur og rak Maurhildi niður þétta byltu.
Þegninn lcippti, þaff ei skipti tíffum,
svuntubleðli frúnni frá,
fór með effli glíman þá.
En síðan sleppir Þorsteinn henni, og hún fer heim. Síðar, þegar