Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 104
102
HELGA KRESS
SKÍRNIR
hjálp og aðstoð', þá átti hann hvorki svo mikið sem krónu til að senda henni
né hafði hann í sér rækt til að fara að vilja hennar og fá sér heiðarlega vinnu
og senda henni peninga reglulega til lífsviðurværis. Hér urðu aðrir fjarskyld-
ari að hlaupa undir bagga. (106)
Hér láist algerlega að taka það meS í reikninginn, að ekkja eftir
opinberan starfsmann fær eftirlaun greidd af ríkinu.
Eignarréttur kvenna er virtur aS vettugi, og kemur þaS skýrast
fram í málnotkun bókarinnar. VerSa hér tekin nokkur dæmi:
Hrafnhildur var systir Onnu, móður Sísíar__Guðmundur, faðir Sísíar, og
Vilhjálmur [a: maður Hrafnhildar] áttu í sameiningu stóran sumarbústað við
Þingvallavatn. (222)
Auk þess á hann hús í Hveragerði ... konan hans er fastagestur á hressingar-
hælinu. (2:171)
í hjónabandi eru einungis karlmenn taldir eigendur, og konur
gerSar aS öreigum án minnstu gagnrýni. Algengt er aS talaS sé um
„bílinn hans pabba“ (230) o. s. frv., og belzti kostur Sísíar var aS
„pabbi hennar á stærsta málverkasafn sem til er í einkaeign á öllu
landinu“. (40)
í húsnæSisleit Kjartans fyrir Ingu er gengiS aS því sem vísu aS
konur eigi ekki húsnæSi, þótt þær ef til vill geti ráSstafaS því:
Kjartan hringdi úr sjoppu á Hverfisgötunni. Herbergið f Austurbænum var
farið. Elskan mín góða, fengu færri en vildu, sagði konan. Bílskúrinn var
reyndar ekki leigður ennþá, en það voru hvorki meira né minna en sex sem
ætluðu að skoða hann um kvöldið. Enda hræbillegt! sagði eigandinn, ungur
maður. (2:67)
Hér er þaS einungis maSurinn sem fær einkunnina eigandi.
I kaflanum „Húsbóndinn og þjónninn“ rifjar Pétur upp spillt líf
sitt fyrir Kj artani:
Eg fæddist fátækur í þennan heim, ég hef stundum verið ríkur, en ég dey
snauður og verð grafinn á kostnað konu minnar einsog hver annar hrepps-
ómagi. (2:184)
Ogæfa Péturs, sem hann varar Kjartan viS, er aS hann hefur
gegnt þj ónshlutverki í hjónabandinu, en húsbóndahlutverkiS hefur
kona hans haft meS höndum. HöfundarafstaSa bókarinnar beinist
eindregiS gegn slíkri hlutverkaskipan, eins og sjá má af því aS fram-
takssemi Ólafar er gerS afkáraleg, og raunar er öll lýsing hennar