Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 62
60
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKIRNIR
sögugerð Ebenezers í Flatey, JÁÞjs. III, 242. En samkvæmt því sem
rakið verður hér á eítir, hlýtur þetta að vera upphaflegt í sögunni,
og er þess því getið hér), misþyrmir Þorbirni og segir „ei til fulls
ennþá borguð kiðin“. Þegar Þorgerði fer að lengja eftir bónda sín-
um, gengur Þorsteinn út og heyrir þá kvein bróður síns frá hesthús-
inu. Þorbjörn er lengi að ná sér.
Um næstu jól hélt Þorsteinn jólagleði hjá sér. Þar er góður mann-
fagnaður, en allt slíkt er Þorbirni fjarri skapi. Hann gengur í rekkju
snemma kvölds og kallar á konu sína. Rímurnar geta um barnleysi
þeirra, sem þeim þótti miður og gerðu sitt til að bæta úr. Þannig
er ástatt þegar Kuflung ber að í annað sinn. Hann leikur Þorbjörn
grátt eins og fyrr, tekur síðan Þorgerði burt með sér og kveður með
þeim orðum að ekki séu kiðin fullgoldin enn. Þorsteinn heyrir
kvein Þorbjarnar, kemur á vettvang og hjúkrar honum.
Eftir þetta biður Þorbjöm Þorstein að hjálpa sér að leita að
Gerðu. Þorsteinn lofar því, en vill fara einn í leitina. Það vill Þor-
björn ekki, og lætur Þorsteinn hann þá lofa sér því að hlíta forsögn
sinni í einu og öllu. Þeir fara þrjár ferðir upp í dularfullan dal og
koma þar að hæð einni langri. Þorsteinn segir Þorbirni að ganga
að norðanverðu við hana og ætlar sjálfur að ganga sunnanmegin.
Skuli þeir síðan hittast við enda holtsins. I öll skiptin æðir Þorbjörn
af stað þeim megin sem Þorsteinn hafði ætlað sér að ganga, í öll
skiptin sér hann konu sína sitjandi á stóli „í rjóðri einu“, verður þá
sleginn ótta, brestur dáð að taka hana í burt með sér og hleypur
leið sína þangað til hann hittir Þorstein við holtsendann. I tvö fyrri
skiptin heilsar Þorgerður bónda sínum, en samt ræður bann ekkert
við ótta sinn. Síðan segir Þorbjörn bróður sínum ekki heldur satt
frá, heldur þykist hann einskis hafa orðið var. En Þorsteinn veit
betur. Eftir langt þref lætur Þorsteinn það eftir Þorbirni að fara
í þriðju leitina, enda þótt hann þykist vita, að nú sé það um seinan.
Nú muni Kuflungur búinn að spilla konunni og tækifærið því um
garð gengið. Þetta kemur á daginn. Nú sveiar Þorgerður bónda sín-
um, er hann tekur á sig rögg og ávarpar hana að fyrra bragði. Þá
hleypur Þorbjörn enn þangað sem hann finnur Þorstein og segir nú
loksins satt:
Eg hef fundið þorna þöll
þessa daga alla,