Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 112
110
HELGA KRESS
SKÍRNIR
segi „söguna eins og „formvandi" skáldsagna væri hreint ekkert umhugs-
unarefni", og hún er talin „engri annarri lík í nýlegum íslenzkum bók-
menntum“.
I Þjóðviljanum 20. nóvember 1971 segir Arni Bergmann:
„En það er fleira óvenjulegt við þessa skáldsögu en stærð hennar ein.
Er þá fyrst til að taka, að Vésteinn snýr mjög eindregið baki við framúr-
stefnu og huglægum skáldlegheitum. Islenzkar skáldsögur yngri manna
hafa margar hverjar verið mjög huglæg og sjálfhverf verk, oft hefur manni
sýnzt, að höfundur væri að prófa að endurvarpa eigin persónu inn í miðja
sögu og skoða hvernig hann taki sig út; þessu fylgdi gjama sá vandi að
öðru fólki í sömu sögu er ekki nægilegur sómi sýndur. Vésteinn skrifar
hins vegar breiða raunsæissögu, sem rekur ættir sínar greiðlega til meist-
ara 19. aldar ...“
11 Það var oft áhorfsmál hvað taka ætti með undir liðinn „ónafngreindar per-
sónur“, en yfirleitt fór ég eftir þeirri reglu að telja aðeins þær persónur
sem vísað er til sem ákveðinna einstaklinga, ekki t. a. m. persónur notaðar
í samlíkingum. Töluni getur skeikað eitthvað varðandi tvo seinni liðina í
töflunni, en varla svo að breyti niðurstöðum.
12 Sjá Jafnrétti kynjanna, Skýrsla Námsbrautar í þjóðfélagsfræðum við Há-
skóla Islands til félagsmálaráðuneytisins, Reykjavík 1975, kaflann
„Kvennastörf. Karlastörf", bls. 102 og áfram. Þar kemur t. a. m. fram að
mun fleiri konur unnu við kennarastörf á árinu 1960 en karlar. Þegar
kennarar koma við sögu í Gunnari og Kjartani eru þeir alltaf karlkyns.
13 Sjónarhornið er hér að vísu eingöngu kunningja Kjartans. En það má
hvergi merkja að höfundur taki nokkra afstöðu á móti því að þeir upp-
nefni hana þannig.
14 Eini karlmaðurinn sem lýst er til nokkurrar hlítar er Gunnar, einkum
Idæðnaði hans. Ef til vill má finna skýringu þess í því að möguleiki er tal-
inn á að hann sé kynvilltur. (108, 160, 2:312) Og er það einkum útlit hans
sem styður þá skoðun manna, enda sagt „ekki beinlínis andlegt". (23)
13 Sbr. orð hans við Gunnar í lýsingu á þessum atburði: „þá elskaði ég stúlku
- hún var bæði gáfuð og falleg og vel lesin (51), þrátt fyrir gagnstæða
lýsingu sjálfrar sögunnar á henni.
16 Annað dæmi eru orð Páls í bókmenntaumræðu við Kjartan:
„Og nútímahöfundur í nútímaþjóðfélagi sem skrifar ekki nútímabók-
menntir, hann er ... já, hvað er hann? Er hann ekki kelling?" (2:189)
Nú má vera að höfundur sé hér að hæðast að módernisma því að hann
er ekki alltaf sammála Páli. En orðið „kelling“ þykir honum gott skammar-
yrði um vonda rithöfunda, sbr. einnig orð annars kunningja Kjartans:
„Þú talar einsog fimmtaflokks rithöfundur eða peysufatakelling á slysa-
varnarfélagsfundi." (2:10)
17 Um ást sem vafasaman grundvöll að hjónabandi (og þar með samfélags-
formi) hefur Suzanne Br0gger skrifað hókina „Fri os fra kærligheden",
Rhodos, K0benhavn 1973.