Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 169
SKÍRNIR FYRSTA HLJÓÐRITUN NIJTÍMAÍSLENZKU 167
dálítið á óvart, að Sveinbjörn skuli aðgreina tvenns konar a. Nýjar
rannsóknir hafa ekki staðfest þetta atriði, en villa Sveinbjörns
byggist á þeirri almennu skoðun, að a sé opið hljóð. I raun og veru
er a lokaður kokmyndaður sérhljóði í öllum tungumálum, en það
varð mönnum fyrst Ijóst af samanburði módelrannsókna og lifandi
máls. Það kemur einnig á óvart, að Sveinbjörn skuli nota sérstök
tákn fyrir áherzlulaus i og u. Hann hljóðritar áherzlulaust i sem öf-
ugt e, þótt áherzlulaust íslenzkt i sé ekkert svipað þeim hljóðum,
sem í ensku, dönsku og þýzku eru þannig hljóðrituð.
í hljóðritaða textanum „Um hljóðritun“ má sjá, hvernig Svein-
hjörn notar kenningar sínar í reynd. Hann aðgreinir ekki gómmælt
og gómfillumælt n í helmiragi, öngra, og gerir ekki mun á rödduðu
og órödduðu r í verkamaður, margir. Röddunarleysi lokhljóðanna
er talsvert á reiki og aðblástur (réttara væri að segja h í innstöðu)
er ekki sýndur og heldur ehki lengd þessara samhljóða. Sveinbjörn
hefur þar rétt fyrir sér, því að rannsóknir sýna, að þessir svokölluðu
aðblásnu samhljóðar eru aldrei langir. Hins vegar bregður fyrir at-
kvæðismyndandi n (lína 5 ofan frá, bls. 99) í hljóðrituninni. Ólík-
legt má þó telja, að það fyrirfinnist í íslenzku. Lengd samhljóða er
talsvert á reiki og ennfremur röddun. I línu 20 ofan frá á hls. 99
er t. d. n í ógerrangur hljóðritað sem óraddað.
Þótt nokkurt ósamræmi sé þannig fyrir hendi í þessari fyrstu
hljóðritun, stendur hún þó langtum framar þeim undarlegu kenn-
ingum, sem Buergel Goodwin kom fram með 1905 og 1908 og höfðu
því miður of mikil áhrif. Ýmsar hugmyndir Sveinbjörns hafa verið
staðfestar í nýjum rannsóknum, en aðrar ekki. Það er eins og geng-
ur í vísindum, að sumar hugmyndir eru lífseigari en aðrar. Öllum
hugmyndum er það þó sameiginlegt, að í vísindalegri hugsun eru
aldrei og verða aldrei til eilífar hugmyndir og óbreytanlegar.
Framlag Sveinbjörns til íslenzkrar hljóðfræði ber að skoða í
þessu ljósi. Það er framlag til vísindanna, sem lifa af alla þjóna
sína, vísindanna, sem tengj a saman alla, sem starfa í þágu þeirra án
tillits til tíma, móðurmáls, þjóðernis og litarháttar. Saga íslenzkrar
hljóðfræði er nú rúmlega átta alda gömul. Það hefði ekki verið
vansalaust, ef gleymzt hefði á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar, að
þessi gamalgróna íslenzka fræðigrein átti líka merkisafmæli árið
1974.