Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 99
SIiÍRNIR
KVENLÝSINGAR OG RAUNSÆI
97
í kveðju- og þakkarbréfinu til móSur sinnar er það hann sem er
aSalatriSiS, hún er í rauninni þiggjandinn.
Þessi tvískinnungur í viShorfi til kvenna sem eins konar goS-
borinna vera annars vegar og vinnudýra hins vegar, kemur einna
gleggst fram í lýsingu Ingu. SamhliSa hástemmdum lýsingum Kjart-
ans (og sögunnar) á þunga hennar, skýtur upp athugasemdum sem
þessum:
Af l>ví Kjartan hafði ekkert sérstakt að gera - Inga var í stórhreingerningu
með gamalli frænku sinni inní Sogamýri - stakk hann [a: Siggi] uppá því aö
hann kæmi meö ... (2:178)
Hér segir frá því sem sjálfsögSum hlut aS ófrísk kona (og önnur
gömul) séu í síórhreingerningu, og þaS er ekki gagnrýnt aS Kjart-
an, sem hefur ekkert sérstakt aS gera, skuli ekki aSstoSa. A meSan
Inga er ófrísk í stórhreingerningu, ræSa Kjartan, bróSir hans og
vinnufélagi bróSurins um verkalýSsmál. (2:178-180)
Hinn maSurinn í lífi Ingu, vonbiSillinn Gísli, lítur hana sömu
augum. ÁstæSur þess aS hann vill giftast henni eru þær, aS hún á
von á barni hans, og hann vanhagar um vinnukonu:
- Af öllum þeim konum, jafnt ungum sem gömlum, sem ég hef setið með á
amorsþingum síðastliðin tíu ár, ert þú sú eina sem tekist hefur að geta með
mér barn. (2:227)
- Það er nefnilega þannig, sagði Gísli, að ég er orðinn æði þreyttur á þessu
randi milli kvenna ... Ég er að verða 26 ára gamall, og í meira en fimm ár
hefur mér fundist tími til kominn að láta pússa mig saman við góða konu og
setjast að fyrir fullt og fast á einhverju uppgangsplássi. Það er einsog það sé
einhvernveginn andstætt náttúrunni að búa einn og barnlaus, koma heim úr
vinnunni að öllu köldu og matarlausu og vera ævinlega uppiskroppa með
hreinar skyrtur, sokka og nærföt. (2:226-227)
HáSiS sem finna má í frásögninni, beinist ekki aS því hlutskipti
sem hann ætlar konunni í hjónabandinu, heldur aS bónorSsaSferS
Gísla, aS hann minnist ekki á ást. Enda fara aS renna tvær grímur
á Ingu gagnvart þessu freistandi tilboSi, og viS eftirfarandi orS
hans er henni allri lokiS:
- Ég mundi líka dá þig sem móður barnanna minna, sagði Gísli. Og treysta
þér sem húsmóður. (2:228)
7