Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 215
SKÍRNIR
RITDÓMAR
213
Kristján skilgreinir orðiS „menningu11 í menningarsögu, þar verður „menn-
ing“ segir hann „að merkja alla sjálfráða athöfn og atferli andlega heilbrigðra
manna og þar með þjóða“ (bls. 107). Kristján kallar þessa skilgreiningu ófull-
komna og verður að taka undir það. Hugtökin sjálfráð athöfn eða atferli og
andlega heilbrigðir menn eða þjóðir eru t. d. óskýr. Miklu nær hefði verið
að nota venjulega skilgreiningu mannfræði og fornleifafræði á menningu (kúl-
túr), þar sem menning er sérhvert atferli manna, hvort sem það birtist í smíðis-
gripum, siðvenjum eða trú, sem menn miðla hver öðrum og læra hver af öðr-
um en erfa ekki með líffræðilegum hætti. Þannig heyrir menning til samfé-
lagslegum hópum fremur en kynflokkum eða þjóðum sem slíkum. En ábend-
ing Kristjáns að íslensk menning sé ekki íslensk hámenning einvörðungu er
mjög þörf.
Þá verður Kristjáni tíðrætt um íslenska tungu og íslensk örnefni. Telur
hann að þorri nafna þeirra bæja sem byggðust „í fomöld“ í landinu sé hinn
sami og í dag. Má það vel vera rétt. Rétt er þó að hafa í huga að elsta dókú-
mentasjón örnefna hér á landi er frá því um 1100, eldri skráning er ekki til.
Eru því á þriðja hundrað ára frá Islandsbyggð þangað til elstu skráningar ör-
nefna fara fram og eru dæmi þess að örnefni hafi breyst á skemmri tíma.
Ekki er unnt að fallast á þá skoðun Kristjáns, og reyndar Olafs Olsens líka,
að rústirnar að Hofstöðum séu einhverskonar blótveisluhús. Til þess skortir
allan jákvæðan vitnisburð og hvílir því engin afsönnunarskylda á þeim sem
ekki vilja trúa því. Hringlaga tóft sem er sunnan við Hofstaðarústina er sleppt
á mynd á bls. 111. Það virðist ekki blótveisluhugmyndum til framdráttar. Olaf
Olsen hefur álitið þá tóft vera eftir seyði, en það er ekki sennilegt miðað við
stærð tóftarinnar, stærð stórgripaskrokka, varmatap og margt fleira. Eðlileg-
ast er að hugsa sér að tóftin sé undan jarðhúsi. Á bls. 128 er einnig mynd af
grunnfleti bæjarrústa og því miður sleppt þar atriðum sem voru á myndinni
í frumútgáfu í Forntida gárdar i Island 1943. Bagalegt er að mælikvarða eða
upplýsingar um stærð vantar við myndir á bls. 120, 123, 127, 129, 134, 137,
143, 145, 146, 148 og 149.
I skemmtilegum kafla sem Kristján nefnir „Þjóðfræðileg viðhorf“ drepur
hann á búskaparlag og verkmenningu íslendinga. Ég hefði þó kosið að kaflinn
liefði komið á eftir kaflanum um fornleifafræði sem fylgir, þar sem hann
fjallar að sumu leyti um túlkun fornminja.
Kaflinn sem nefnist „Fornleifafræði“ kemur víða við eins og marka má af
greinafyrirsögnunum: „Vitnisburður fornleifafræðinnar um upphaf byggðar“,
,,Skip“, „Hús“, „Þingstaðir - kaupstaðir“ og „Virki". Hinsvegar er fjallað um
greftrunarsiði í heiðni og forngripi í sérstökum köflum þótt það sé að sjálf-
sögðu einnig fornleifafræði. í kaflanum „Greftrunarsiðir fornmanna, kuml“,
er að finna handhæga lýsingu á greftrunarháttum í heiðni en kristnum gröf-
um er ekki lýst. Þá er í kaflanum „Forngripir" nær eingöngu fjallað um vík-
ingaaldargripi íslenska en auðvitað eru til íslenskir forngripir frá öðrum tíma
og hefði þetta því átt að vera skýrara.
Eins og ég hef drepið á þykir mér skorta ýmislegt í grein Kristjáns. Vera