Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 93
SKIRNIR
KVENLYSINGAR OG RAUNSÆI
91
... að [>ú sért vinur minn í kynfer'ðislegri merkingu orðsins. Hún heldur
nefnilega að' ég sé kynvilltur. Torfi móSurbróðir minn hefur aldrei gifst, og
sumir segja að hann hafi praktíserað eitthvað smávegis á sínum yngri ár-
um. (160)
Barneignum er lýst sem æðsta hlutverki hverrar konu, dularfullu
og heilögu í senn. Karlmannaklifunin um fyrstu hræringar fósturs í
móðurkviði lætur sig heldur ekki vanta:
... Guð minn góður!
- Hvað?
- Það er byrjað! Finndu!
- Hvað? Hvað er að?
- Hann sparkar! Finndu!
- Jú, sagði Kjartan lágt og lagði eyrað við magann á Ingu. Þetta er [>að
merkilegasta sem ég hef nokkurntíma vitað. (2:129-130)
Upphafning móðurhlutverksins kemur gjarnan fram í samlíking-
um. M. a. s. Olöf er látin hjúkra Pétri í ofdrykkjunni „einsog ströng
en ástrík móðir óþekku barni“ (95), og Kristín, hjákona Skúla, gæti
verið „mamma heils togara“. (2:27)
Það stingur undarlega í stúf við raunsæisstíl bókarinnar, að
gagnvart móðurhlutverkinu tekur Kjartan skyndilega að livísla og
vera skáldlegur, og í eftirfarandi ummælum líkir hann hlutverki
Ingu í lífi sínu, við nýja fæðingu. Fæðingarhlutverk hennar er því
tvöf alt:
... veistu hvað ég mundi segja við hana núna? Jú: góða ferð hjartans sól-
eyjan mín, líði jiér vel og gangi [>ér allt í haginn, en lofaðu mér einu: hugsaðu
jafn vel um barnið þitt og ég hef gert, því þess er framtíðin, þess er að gera
það sem við gerum kannski aldrei. Síðan mundi ég kyssa hana á ennið, ósköp
laust, strjúka henni varlega um magann og hvísla: ég þakka þér, ég þakka þér
allt sem þú hefur gert mér; í rauninni hef ég fæðst tvisvar sinnum: nóttina
sem móðir mín ól mig og morguninn sem ég kynntist þér. (2:296)
V
Með því að líta á kaflafyrirsagnir bókarinnar má strax sjá vís-
bendingu þess, hvaða hlutverki konum er útdeilt í henni.
Kaflar, þar sem fjallað er um konur, heita nöfnum eins og Móður
minni er vorkunn, Grátur, Barn eða ekki barn, Sá sem elskar,
Mœðgurnar og ástin, Hvað er að elska, Kona manns og móðir barna