Skírnir - 01.01.1975, Blaðsíða 70
68
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
Þessi huldufólkssaga greiðir síðan götu Maurhildar inn í sögu-
efnið, því aS hún er dóttir Kuflungs og rændu konunnar. Sagan af
Maurhildi, sem er í eSli sínu versta tröll en ekki huldukona, er
merkilegasta nýsmíS þess manns er setti saman söguna af KiSa-Þor-
birni.
Eftir aS Þorhjörn er rændur húsfreyju sinni er ekki annars aS
bíSa, samkvæmt dýrasögunni, en þriSju og síSustu vitjunar Kufl-
ungs til þess aS taka Þorbjörn af lífi. Sá atburSur er lokahlekkur
hefndarkeSju dýrasögunnar og háris frásagnar hennar. En nú kem-
ur Kuflungur á óvart. Hann er ekkert nema gæzkan, segir kiSin nú
goldin aS fullu og færir Þorbirni meybarniS aS gjöf meS kveSju
frá ÞorgerSi honum til harmaléttis. Hún er þó dóttir Kuflungs, en
ekki Þorbjarnar. Oblandinn fögnuSur Þorbjarnar yfir þessu barni,
þrátt fyrir varanir Þorsteins, er eitt veilu atriSanna í sögunni. Þor-
björn er sleginn ótrúlegri blindu, sem endist honum til dauSadags,
því aS hann trúSi aldrei neinu illu um Maurhildi. Hér situr framrás
atburSanna í fyrirrúmi fyrir sennileikanum, eins og raunar má
vænta í hreinræktuSu ævintýri.
Þríregla ævintýra er mjög rík í sögunni af KiSa-Þorbirni, en meS
framkomu Kuflungs í síSustu heimsókninni og barnsgjöfinni er sú
regla brotin á mjög árangursríkan hátt fyrir söguna. Með þessu er
drápi skepnuníSingsins og um leiS lausnum hinnar upphaflegu sögu
skotiS á frest um langa hríS, og í staSinn fyrir Kuflung fellur þaS
nú í hlut tröllvættarinnar Maurhildar aS framkvæma lokaþátt hefnd-
arinnar fyrir kiSin. AS þessu leyti er Maurhildur ekki annaS en viS-
vöxtur viS persónu hefnivaldsins, föSur síns. I samhengi KiSa-Þor-
bjarn'arsögu er hlutverk Maurhildar þó miklu meira. Hún vinnur
hvert óhæfuverkiS á fætur öSru, og óhugnaSurinn í kringum hana
eykst í sífellu. Úr því aS Þorsteinn er sá útvaldi gæfumaSur sögunn-
ar aS hafa betur í skiptum viS illar vættir, er óhj ákvæmilegt aS þau
eigist viS til úrslita og aS Maurhildur láti sitt vonda líf fyrir hon-
um. Þó verSur þetta vitaskuld ekki fyrr en eftir aS hún hefur drepiS
Þorbjörn fósturföSur sinn og prestinn sem sagan hefur fengiS henni
aS eiginmanni.
Á þennan hátt hefur sögumaSurinn aukiS viS efniS og búiS til
alveg nýja sögu á grunni dýraævintýrisins. ÞaS er aSalsmark góSr-
ar sögulistar aS kunna aS draga lausnirnar á langinn og láta áheyr-